Píratar og Sjálfstæðisflokkur langstærstir Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. september 2016 07:44 Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast stærstir. Vísir/Stefán/GVA Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru enn stærstu stjórnmálaflokkar á Íslandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar fengju 29,5 prósent fylgi ef kosið væri nú og Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,2 prósent fylgi. Munurinn á milli flokkanna tveggja er innan vikmarka. Næstir á eftir koma Vinstri græn með 12,7 prósent fylgi og Framsóknarflokkurinn með 10,7 prósent fylgi. Munurinn á milli þessa tveggja flokka er líka innan skekkjumarka. Þá segjast 7,5 prósent ætla að kjósa Samfylkinguna og 6,7 prósent ætla að kjósa Viðreisn og er munurinn þar á milli líka innan vikmarka. Tvö prósent segjast síðan ætla að kjósa Bjarta framtíð. Fréttablaðið kannaði síðast fylgi við flokka dagana 23. og 24. maí. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn voru þá einnig með talsverða forystu, Sjálfstæðisflokkurinn með 31,5 prósent en Píratar með 28,5 prósent. Vinstri græn voru þá hins vegar með 18,1 prósent fylgi og hafa því tapað umtalsverðu fylgi yfir sumarið. Í könnuninni í maí var Viðreisn einungis með 1,1 prósent fylgi og hefur því bætt umtalsvert við sig. Könnun Fréttablaðsins og Vísis núna var gerð í gær og fyrrakvöld. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður, tilkynntu í gær að þau hygust ganga til liðs við Viðreisn. Búið var að hringja í liðlega helming svarenda þegar þau tilkynntu um framboð sitt. Þegar munurinn er borinn saman eftir kvöldum sést að tvö prósent fleiri sögðust ætla að kjósa Viðreisn seinna kvöldið en fyrrakvöldið. Sá munur er innan skekkumarka. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagna 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt hvar: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferð sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 54,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2016 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru enn stærstu stjórnmálaflokkar á Íslandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar fengju 29,5 prósent fylgi ef kosið væri nú og Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,2 prósent fylgi. Munurinn á milli flokkanna tveggja er innan vikmarka. Næstir á eftir koma Vinstri græn með 12,7 prósent fylgi og Framsóknarflokkurinn með 10,7 prósent fylgi. Munurinn á milli þessa tveggja flokka er líka innan skekkjumarka. Þá segjast 7,5 prósent ætla að kjósa Samfylkinguna og 6,7 prósent ætla að kjósa Viðreisn og er munurinn þar á milli líka innan vikmarka. Tvö prósent segjast síðan ætla að kjósa Bjarta framtíð. Fréttablaðið kannaði síðast fylgi við flokka dagana 23. og 24. maí. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn voru þá einnig með talsverða forystu, Sjálfstæðisflokkurinn með 31,5 prósent en Píratar með 28,5 prósent. Vinstri græn voru þá hins vegar með 18,1 prósent fylgi og hafa því tapað umtalsverðu fylgi yfir sumarið. Í könnuninni í maí var Viðreisn einungis með 1,1 prósent fylgi og hefur því bætt umtalsvert við sig. Könnun Fréttablaðsins og Vísis núna var gerð í gær og fyrrakvöld. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður, tilkynntu í gær að þau hygust ganga til liðs við Viðreisn. Búið var að hringja í liðlega helming svarenda þegar þau tilkynntu um framboð sitt. Þegar munurinn er borinn saman eftir kvöldum sést að tvö prósent fleiri sögðust ætla að kjósa Viðreisn seinna kvöldið en fyrrakvöldið. Sá munur er innan skekkumarka. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagna 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt hvar: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferð sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 54,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2016 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira