Lætin byrjuðu í seinustu viku þegar Kanye auglýsti eftir fyrirsætum fyrir sýningu en einungis þær sem eru "multi-racial" máttu sækja um. Mörgum þótti þessi skilyrði einkennileg þar sem hann væri að mismuna fyrirsætum eftir húðlitnum á þeim.
Svo er einnig gott að taka fram að sýningin byrjaði tveimur tímum of seint sem hefur örugglega fallið illa í kramið hjá áhorfendum.
Svo þegar sýningin byrjaði áttu nokkrar fyrirsætur erfitt með að ganga í skónum í nýjustu línunni. Ein tók til þess ráðs að fara úr skónum á miðjum sýningarpallinum. Það sýnir aðeins það að skórnir eru líklega mjög óþæginlegir til þess að ganga í og því ekki góð auglýsing.
Til þess að kóróna sýningu þá leið yfir eina fyrirsætuna vegna hita og nokkrar þurftu að setjast á grasið. Það var ekki fyrr en áhorfandi kom með vatnsflösku til þeirra að þær gátu komið sér aftur á lappir en enginn úr sýningarteyminu kom þeim til hjálpar.
Kannski ekki hin fullkomna sýning hjá Kanye West en það er ýmislegt sem hann getur lært af þessari reynslu.



