Tíu hreyfingar bjóða fram til Alþingis í næsta mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 16:51 Ef allar þær hreyfingar sem bjóða fram til Alþingis í næsta mánuði ná fulltrúum á þing, fjölgar flokkum á Alþingi um þrjá. Vísir Útlit er fyrir að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar og hreyfingar bjóði fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum hinn 29. október næst komandi. Formaður Dögunar segir er bjartsýnn og segir kjördæmisráð afgreiða framboðslista fyrir kjördæmin á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Í dag eiga sex stjórnmálasamtök fulltrúa á Alþingi en þrjár aðrar hreyfingar stefna nú á framboð í öllum kjördæmum fyrir næstu alþingiskosningar. Það eru Viðreisn, Alþýðufylkingin og Dögun. Viðreisn er nýtt stjórnmálaafl en Alþýðufylkingin bauð ekki fram í öllum kjördæmum í kosningunum 2013. Það gerði Dögun hins vegar en kom ekki fólki á þing. Helga Þórðardóttir formaður Dögunar segir ganga vel að skipa fólki á lista flokksins. „Sem betur fer er margt heiðarlegt baráttufólk sem vill koma til liðs við okkur. Við erum langt komin með lista í Reykjavíkurkjördæmunum og við erum að leggja fram lista á félagsfundi í kvöld. Þar verða lagðir fram listar með tíu frambjóðendum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Kjördæmaráð Dögunar á Suðurlandi sé langt komið með að raða á framboðslista og útlitið sé gott í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. „Þetta gengur mjög vel og við erum bjartsýn. Við viljum komast inn á þing til að vinna fyrir fólkið í landinu og til að tryggja réttláta framtíð,“ segir formaðurinn. Helga segir Dögun eiga rætur að rekja til búsáhaldabyltingarinnar og baráttumálin draga keim sinn af því en meðal stefnumála eru breytingar á fjármálakerfinu. „Við erum að berjast fyrir samfélagsbanka og afnámi verðtryggingarinnar og gegn fátæktinni. Við höfnum því að það sé til fátækt í svona ríku landi. Nú og húsnæðismálin, við leggjum gríðarlega mikla áherslu á þau. Þar erum við með lausnir og síðan eru það auðlindamálin og lýðræðismálin. Þannig að það er til verkefnalisti sem við ætlum að ganga í til að tryggja hér réttlátt samfélag,“ segir Helga. Flokkur fólksins, sem aðallega beitir sér fyrir málefnum öryrkja og aldraðra, býður fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum og hefur nú þegar mannað forystusætin í þremur þeirra að sögn talskonu flokksins. Þá hefur varaformaður Alþýðufylkingarinnar staðfest við fréttastofu að að hreyfingin stefni ótrauð á framboð í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur heimilanna, og Húministaflokkurinn munu einnig ætla að bjóða fram. Ekki liggur þó fyrir í hvaða kjördæmum það verður. Það er því ljóst að kjósendur munu geta valið á milli fjölmargra stjórnmálaafla í kosningunum hinn 29. október næst komandi. Kosningar 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Útlit er fyrir að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar og hreyfingar bjóði fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum hinn 29. október næst komandi. Formaður Dögunar segir er bjartsýnn og segir kjördæmisráð afgreiða framboðslista fyrir kjördæmin á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Í dag eiga sex stjórnmálasamtök fulltrúa á Alþingi en þrjár aðrar hreyfingar stefna nú á framboð í öllum kjördæmum fyrir næstu alþingiskosningar. Það eru Viðreisn, Alþýðufylkingin og Dögun. Viðreisn er nýtt stjórnmálaafl en Alþýðufylkingin bauð ekki fram í öllum kjördæmum í kosningunum 2013. Það gerði Dögun hins vegar en kom ekki fólki á þing. Helga Þórðardóttir formaður Dögunar segir ganga vel að skipa fólki á lista flokksins. „Sem betur fer er margt heiðarlegt baráttufólk sem vill koma til liðs við okkur. Við erum langt komin með lista í Reykjavíkurkjördæmunum og við erum að leggja fram lista á félagsfundi í kvöld. Þar verða lagðir fram listar með tíu frambjóðendum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Kjördæmaráð Dögunar á Suðurlandi sé langt komið með að raða á framboðslista og útlitið sé gott í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. „Þetta gengur mjög vel og við erum bjartsýn. Við viljum komast inn á þing til að vinna fyrir fólkið í landinu og til að tryggja réttláta framtíð,“ segir formaðurinn. Helga segir Dögun eiga rætur að rekja til búsáhaldabyltingarinnar og baráttumálin draga keim sinn af því en meðal stefnumála eru breytingar á fjármálakerfinu. „Við erum að berjast fyrir samfélagsbanka og afnámi verðtryggingarinnar og gegn fátæktinni. Við höfnum því að það sé til fátækt í svona ríku landi. Nú og húsnæðismálin, við leggjum gríðarlega mikla áherslu á þau. Þar erum við með lausnir og síðan eru það auðlindamálin og lýðræðismálin. Þannig að það er til verkefnalisti sem við ætlum að ganga í til að tryggja hér réttlátt samfélag,“ segir Helga. Flokkur fólksins, sem aðallega beitir sér fyrir málefnum öryrkja og aldraðra, býður fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum og hefur nú þegar mannað forystusætin í þremur þeirra að sögn talskonu flokksins. Þá hefur varaformaður Alþýðufylkingarinnar staðfest við fréttastofu að að hreyfingin stefni ótrauð á framboð í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur heimilanna, og Húministaflokkurinn munu einnig ætla að bjóða fram. Ekki liggur þó fyrir í hvaða kjördæmum það verður. Það er því ljóst að kjósendur munu geta valið á milli fjölmargra stjórnmálaafla í kosningunum hinn 29. október næst komandi.
Kosningar 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira