Bieber bætir heiminn Þórlindur Kjartansson skrifar 9. september 2016 07:00 Það er ótrúlegt til þess að hugsa að Justin Bieber er einungis 22 ára gamall. Hann er nefnilega búinn að vera svo frægur, svo lengi, að það er eins og hann hafi alltaf verið til. Frægð hans er slík að hann er nú þegar búinn að tryggja sér sess á mjög fámennum bekk þeirra einstaklinga sem verða táknrænir fyrir tiltekin skeið í sögunni. Þegar höfundar sögubóka framtíðarinnar taka sig til við að klippa út myndir til þess að lýsa okkar tímum þá verður andlitið á Justin Bieber jafn ómissandi eins og myndirnar ef Elvis, Bítlunum, Madonnu, Michael Jackson og Kryddpíunum eru fyrir áratugina þegar frægðarsól þeirra ljómaði yfir heimsbyggðinni.Hæðir og lægðir Og þótt hann sé ennþá svo ungur þá hefur hann farið í gegnum alls kyns hæðir og lægðir á ferli sínum nú þegar—og allt nánast í beinni útsendingu. Eins og algengt er með barnastjörnur þá hefur það frekar verið til siðs hjá eldri kynslóðum að hlæja að honum eða hneykslast á honum heldur en að sýna starfi hans virðingu og sjá í honum æskilega fyrirmynd. Hæst reis hneykslun á Bieber sennilega fyrir þremur árum þegar hann heimsótti safn um Önnu Frank í Amsterdam. Eftir að hafa skoðað safnið skráði hann nafn sitt í gestabókina og skildi eftir þau skilaboð að Anna hafi verið „frábær stelpa“ og að hann vonaðist til þess að Anne Frank hefði verið „Beleiber“—en það eru aðdáendur kappans kallaðir.Fordæmdur í Amsterdam Þetta varð að stórum fréttum, og mörgum þótti tilefni til þess að hafa uppi háværar fordæmingar á því að hinn nítján ára Bieber bæri ekki meiri virðingu fyrir hinni mögnuðu, sárasorglegu og göfugu sögu gyðingastúlkunnar ungu sem lést í fangabúðum nasista eftir að hafa verið í felum í kjallara í rúmlega tvö ár. En auðvitað var það Bieber sem hafði rétt fyrir sér. Ofsóknir nasista rændu Önnu Frank þeirri græskulausu gleði að geta varið saklausum tíma æskunnar í að dýrka og dá poppsöngvara og hugsa um tilgangslitla hluti. Hann sýndi minningu Önnu Frank einmitt virðingu með því að segja að hann vonaðist til þess að vera verðugur þess að slík manneskja væri í hópi aðdáenda sinna.Fyrirtaks fyrirmynd Justin Bieber er vissulega mjög hæfileikaríkur maður, og hann hefur heldur aldrei farið í felur með að á bak við velgengnina er þrotlaus vinna og agi. Þótt tónlist hans sé kannski menningarlegt léttmeti, þá á Bieber sannarlega skilið þann stall sem hann hefur komið sér á í samtímasögunni. Við sem búum í samfélagi þar sem börn og unglingar geta leyft sér að verða heltekin af ást og aðdáun á poppstjörnum getum sannarlega verið þakklát. Við hljótum líka að ala þá ósk í brjósti að þær milljónir barna og unglinga sem hrekjast á flótta frá örbirgð og ofbeldi í heiminum hefðu um léttvægari hluti að hugsa. Það er nefnilega þannig með fólkið á forsíðum sögubókanna að það stendur fyrir ólíka hluti—og margir fyrir slæma. Justin Bieber nýtur frægðar fyrir það eitt að veita fólki gleði og veita örlítilli birtu inn í dagana okkar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Það er ótrúlegt til þess að hugsa að Justin Bieber er einungis 22 ára gamall. Hann er nefnilega búinn að vera svo frægur, svo lengi, að það er eins og hann hafi alltaf verið til. Frægð hans er slík að hann er nú þegar búinn að tryggja sér sess á mjög fámennum bekk þeirra einstaklinga sem verða táknrænir fyrir tiltekin skeið í sögunni. Þegar höfundar sögubóka framtíðarinnar taka sig til við að klippa út myndir til þess að lýsa okkar tímum þá verður andlitið á Justin Bieber jafn ómissandi eins og myndirnar ef Elvis, Bítlunum, Madonnu, Michael Jackson og Kryddpíunum eru fyrir áratugina þegar frægðarsól þeirra ljómaði yfir heimsbyggðinni.Hæðir og lægðir Og þótt hann sé ennþá svo ungur þá hefur hann farið í gegnum alls kyns hæðir og lægðir á ferli sínum nú þegar—og allt nánast í beinni útsendingu. Eins og algengt er með barnastjörnur þá hefur það frekar verið til siðs hjá eldri kynslóðum að hlæja að honum eða hneykslast á honum heldur en að sýna starfi hans virðingu og sjá í honum æskilega fyrirmynd. Hæst reis hneykslun á Bieber sennilega fyrir þremur árum þegar hann heimsótti safn um Önnu Frank í Amsterdam. Eftir að hafa skoðað safnið skráði hann nafn sitt í gestabókina og skildi eftir þau skilaboð að Anna hafi verið „frábær stelpa“ og að hann vonaðist til þess að Anne Frank hefði verið „Beleiber“—en það eru aðdáendur kappans kallaðir.Fordæmdur í Amsterdam Þetta varð að stórum fréttum, og mörgum þótti tilefni til þess að hafa uppi háværar fordæmingar á því að hinn nítján ára Bieber bæri ekki meiri virðingu fyrir hinni mögnuðu, sárasorglegu og göfugu sögu gyðingastúlkunnar ungu sem lést í fangabúðum nasista eftir að hafa verið í felum í kjallara í rúmlega tvö ár. En auðvitað var það Bieber sem hafði rétt fyrir sér. Ofsóknir nasista rændu Önnu Frank þeirri græskulausu gleði að geta varið saklausum tíma æskunnar í að dýrka og dá poppsöngvara og hugsa um tilgangslitla hluti. Hann sýndi minningu Önnu Frank einmitt virðingu með því að segja að hann vonaðist til þess að vera verðugur þess að slík manneskja væri í hópi aðdáenda sinna.Fyrirtaks fyrirmynd Justin Bieber er vissulega mjög hæfileikaríkur maður, og hann hefur heldur aldrei farið í felur með að á bak við velgengnina er þrotlaus vinna og agi. Þótt tónlist hans sé kannski menningarlegt léttmeti, þá á Bieber sannarlega skilið þann stall sem hann hefur komið sér á í samtímasögunni. Við sem búum í samfélagi þar sem börn og unglingar geta leyft sér að verða heltekin af ást og aðdáun á poppstjörnum getum sannarlega verið þakklát. Við hljótum líka að ala þá ósk í brjósti að þær milljónir barna og unglinga sem hrekjast á flótta frá örbirgð og ofbeldi í heiminum hefðu um léttvægari hluti að hugsa. Það er nefnilega þannig með fólkið á forsíðum sögubókanna að það stendur fyrir ólíka hluti—og margir fyrir slæma. Justin Bieber nýtur frægðar fyrir það eitt að veita fólki gleði og veita örlítilli birtu inn í dagana okkar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun