Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur hefur haldið því fram að fyrir fjórum árum hafi fólki sem er af víetnömskum uppruna verið lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa Össur Skarphéðinsson, þá utanríkisráðherra, í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Össur segir ásakanirnar vera sérkennilegar og hann hafi sjálfur aldrei komið nálægt slíkum æfingum.
Sjá einnig: Helga Vala: Lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa Össur í prófkjöri
Óskar Steinn segist ætla að fara fram á að sannleikurinn í málinu verði dreginn upp á yfirborðið.
„Eins og flestum öðrum er mér verulega brugðið vegna þessara ásakana. Að misnota fólk í viðkvæmri stöðu með þessum hætti er fullkomlega siðlaust og það eru vinnubrögð sem eiga ekki að líðast í neinum stjórnmálaflokki,“ segir Óskar Steinn á Facebooksíðu sinni.