Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-28 | Eyjamenn höfðu betur í stórleik umferðarinnar Gabríel Sighvatsson í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum skrifar 10. september 2016 18:30 Jón Þorbjörn Jóhannsson er lykilmaður í liði Hauka. vísir/ernir ÍBV byrjar tímabilið í Olís-deildinni af krafti en liðið vann sannfærandi sigur á Íslandsmeisturunum í Haukum í fyrstu umferð 34-28. Það var sannkölluð handboltaveisla í Vestmannaeyjum í dag þar sem bæði kvenna og karlaliðið tóku á móti núverandi Íslandsmeisturum. Þessi sömu lið mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins á síðasta tímabili en þeim er spáð titilbaráttu í vetur. Var því um sannkallaðan stórleik að ræða strax í fyrstu umferð. Eyjamenn mættu afar ákveðnir til leiks og náðu forskotinu strax á upphafsmínútunum en ákafinn var eflaust of mikill. Sindri Haraldsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu fyrir brot á Hákoni Daða Styrmissyni. Eftir rauða spjaldið fóru Eyjamenn að missa hausinn. Virtust þeir vera pirraðir og voru að fá nokkrar brottvísanir en Haukamönnum gekk illa að nýta sér það. Haukar náðu forskotinu þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en með glæsilegum lokakafla náði ÍBV fimm marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks 21-16. Kom Kolbeinn Aron Arnarson af miklum krafti inn af bekknum í markið hjá Eyjamönnum. ÍBV bætti við forskotið eftir því sem leið á leikinn og nýttu Eyjamenn hvert tækifæri til að refsa. Var það aldrei spurning til hvaða liðs stigin færu í dag og lauk leiknum með sex marka sigri Eyjamanna. Sigurbergur Sveinsson, gamli Haukamaðurinn, var frábær í fyrsta leik sínum í ÍBV-treyjunni með 9 mörk en Theodór Sigurbjörnsson bætti við öðrum níu. Í liði Hauka var það Guðmundur Árni Ólafsson sem var atkvæðamestur með sex mörk en Adam Haukur Baumruk var með fimm mörk. Arnar: Vorum óskynsamir eftir rauða spjaldið„Þeir stóðu sig vel og ekki bara þeir, ég er ánægður með framlagið hjá öllum leikmönnunum í dag. Þetta er framar björtustu vonum, fyrirfram áttum við ekki von á sex marka sigri,“ sagði Arnar Pétursson, stoltur af sínum mönnum eftir leikinn. „Þeir lenda auðvitað í áfalli að missa Janus Daða út af, hann er prímus mótorinn í þeirra liði, en ég er ánægður að við náum að klára leikinn svona vel,“ Sindri Haraldsson var rekinn af velli þegar leikurinn var aðeins níu mínútna gamall. „Mér fannst þetta rauða spjald ósanngjarnt og algjör vitleysa en ég þarf að sjá þetta aftur. Eftir rauða spjaldið vorum við óskynsamir, fengum óþarfa tvær mínútur og megum teljast heppnir að halda þessu jöfnu á meðan,“ sagði Arnar. Hann sagði að Haukaliðið hafi ekkert komið þeim á óvart og að í dag hefðu tvö sterkustu lið deildarinnar leikið gegn hvoru öðru. „Þetta eru að mínu mati tvö af sterkustu liðunum í deildinni en ég gæti talið upp nánast öll liðin í deildinni, það geta allir unnið alla. Við eigum Fram í næsta leik og þeir eru stórhættulegir andstæðingar, ég er sannfærður um að þeir verði betri en hefur verið talað um.“ sagði Arnar að lokum. Gunnar: Varnarleikurinn í fyrri hálfleik verður okkur að falli„Heilt yfir voru þeir betri aðilinn í dag. Það sem situr mest í mér er varnarleikurinn í fyrri hálfleik, við fengum á okkur 21 mark og þar liggur stærsta orsökin,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka eftir tapið gegn sínum gömlu félögum. Gunnar lofaði lið ÍBV mikið og sagði að þeir þyrftu að spila mun betur til að leggja þá að velli. „ÍBV er með frábært lið og til að taka tvö stig hérna þarftu að vera upp á þitt besta. Þeir eru með frábæra leikmenn, þrjá mjög góðar skyttur fyrir utan, tvo frábæra hornamenn, Kára á línunni og Kolbein í markinu,“ sagði Gunnar sem sagði markmann ÍBV hafa drepið endurkomuna í seinni hálfleik. „Heilt yfir er ég ekki óánægður með seinni hálfleikinn en Kolli (Kolbeinn Arnarsson) át okkur í þessum færum sem við fengum,“ Sigurbergur Sveinsson gekk til liðs við Eyjamenn fyrir tímabilið og reyndist hann þeim drjúgur í dag en hann skoraði níu mörk í leiknum. Gunnar greindi frá því að Haukar hefðu rætt við Sigurberg en að hann hafi valið ÍBV. „Sigurbergur var leikmaður sem við horfðum mikið til í sumar en hann ákvað að ganga til liðs við ÍBV frekar,“ sagði Gunnar. Sigurbergur: Vantaði nýja áskorunSigurbergur Sveinsson þreytti frumraun sína í ÍBV treyjunni í dag en hann gekk til liðs við ÍBV fyrir timabilið og átti stóran þátt í sigrinum í dag „Þetta var 50/50 leikur, mér fannst sóknin virkilega góð í fyrri hálfleik og líka hluta af seinni hálfleik þannig að ég er virkilega ánægður með sigurinn,“ sagði Sigurbergur. „Við fengum svolítið mikið af mörkum á okkur, en aftur á móti vorum við að spila gegn frábæru liði,“ En hvað varð til þess að hann valdi að ganga í raðir ÍBV? „Það var ýmislegt í gangi en þegar upp var staðið vantaði mig nýja áskorun og mér fannst þetta mest spennandi og ég sé ekkert eftir því að hafa valið ÍBV núna, mér líður vel hérna,“ sagði Sigurbergur. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
ÍBV byrjar tímabilið í Olís-deildinni af krafti en liðið vann sannfærandi sigur á Íslandsmeisturunum í Haukum í fyrstu umferð 34-28. Það var sannkölluð handboltaveisla í Vestmannaeyjum í dag þar sem bæði kvenna og karlaliðið tóku á móti núverandi Íslandsmeisturum. Þessi sömu lið mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins á síðasta tímabili en þeim er spáð titilbaráttu í vetur. Var því um sannkallaðan stórleik að ræða strax í fyrstu umferð. Eyjamenn mættu afar ákveðnir til leiks og náðu forskotinu strax á upphafsmínútunum en ákafinn var eflaust of mikill. Sindri Haraldsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu fyrir brot á Hákoni Daða Styrmissyni. Eftir rauða spjaldið fóru Eyjamenn að missa hausinn. Virtust þeir vera pirraðir og voru að fá nokkrar brottvísanir en Haukamönnum gekk illa að nýta sér það. Haukar náðu forskotinu þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en með glæsilegum lokakafla náði ÍBV fimm marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks 21-16. Kom Kolbeinn Aron Arnarson af miklum krafti inn af bekknum í markið hjá Eyjamönnum. ÍBV bætti við forskotið eftir því sem leið á leikinn og nýttu Eyjamenn hvert tækifæri til að refsa. Var það aldrei spurning til hvaða liðs stigin færu í dag og lauk leiknum með sex marka sigri Eyjamanna. Sigurbergur Sveinsson, gamli Haukamaðurinn, var frábær í fyrsta leik sínum í ÍBV-treyjunni með 9 mörk en Theodór Sigurbjörnsson bætti við öðrum níu. Í liði Hauka var það Guðmundur Árni Ólafsson sem var atkvæðamestur með sex mörk en Adam Haukur Baumruk var með fimm mörk. Arnar: Vorum óskynsamir eftir rauða spjaldið„Þeir stóðu sig vel og ekki bara þeir, ég er ánægður með framlagið hjá öllum leikmönnunum í dag. Þetta er framar björtustu vonum, fyrirfram áttum við ekki von á sex marka sigri,“ sagði Arnar Pétursson, stoltur af sínum mönnum eftir leikinn. „Þeir lenda auðvitað í áfalli að missa Janus Daða út af, hann er prímus mótorinn í þeirra liði, en ég er ánægður að við náum að klára leikinn svona vel,“ Sindri Haraldsson var rekinn af velli þegar leikurinn var aðeins níu mínútna gamall. „Mér fannst þetta rauða spjald ósanngjarnt og algjör vitleysa en ég þarf að sjá þetta aftur. Eftir rauða spjaldið vorum við óskynsamir, fengum óþarfa tvær mínútur og megum teljast heppnir að halda þessu jöfnu á meðan,“ sagði Arnar. Hann sagði að Haukaliðið hafi ekkert komið þeim á óvart og að í dag hefðu tvö sterkustu lið deildarinnar leikið gegn hvoru öðru. „Þetta eru að mínu mati tvö af sterkustu liðunum í deildinni en ég gæti talið upp nánast öll liðin í deildinni, það geta allir unnið alla. Við eigum Fram í næsta leik og þeir eru stórhættulegir andstæðingar, ég er sannfærður um að þeir verði betri en hefur verið talað um.“ sagði Arnar að lokum. Gunnar: Varnarleikurinn í fyrri hálfleik verður okkur að falli„Heilt yfir voru þeir betri aðilinn í dag. Það sem situr mest í mér er varnarleikurinn í fyrri hálfleik, við fengum á okkur 21 mark og þar liggur stærsta orsökin,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka eftir tapið gegn sínum gömlu félögum. Gunnar lofaði lið ÍBV mikið og sagði að þeir þyrftu að spila mun betur til að leggja þá að velli. „ÍBV er með frábært lið og til að taka tvö stig hérna þarftu að vera upp á þitt besta. Þeir eru með frábæra leikmenn, þrjá mjög góðar skyttur fyrir utan, tvo frábæra hornamenn, Kára á línunni og Kolbein í markinu,“ sagði Gunnar sem sagði markmann ÍBV hafa drepið endurkomuna í seinni hálfleik. „Heilt yfir er ég ekki óánægður með seinni hálfleikinn en Kolli (Kolbeinn Arnarsson) át okkur í þessum færum sem við fengum,“ Sigurbergur Sveinsson gekk til liðs við Eyjamenn fyrir tímabilið og reyndist hann þeim drjúgur í dag en hann skoraði níu mörk í leiknum. Gunnar greindi frá því að Haukar hefðu rætt við Sigurberg en að hann hafi valið ÍBV. „Sigurbergur var leikmaður sem við horfðum mikið til í sumar en hann ákvað að ganga til liðs við ÍBV frekar,“ sagði Gunnar. Sigurbergur: Vantaði nýja áskorunSigurbergur Sveinsson þreytti frumraun sína í ÍBV treyjunni í dag en hann gekk til liðs við ÍBV fyrir timabilið og átti stóran þátt í sigrinum í dag „Þetta var 50/50 leikur, mér fannst sóknin virkilega góð í fyrri hálfleik og líka hluta af seinni hálfleik þannig að ég er virkilega ánægður með sigurinn,“ sagði Sigurbergur. „Við fengum svolítið mikið af mörkum á okkur, en aftur á móti vorum við að spila gegn frábæru liði,“ En hvað varð til þess að hann valdi að ganga í raðir ÍBV? „Það var ýmislegt í gangi en þegar upp var staðið vantaði mig nýja áskorun og mér fannst þetta mest spennandi og ég sé ekkert eftir því að hafa valið ÍBV núna, mér líður vel hérna,“ sagði Sigurbergur.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira