Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun skipa efsta sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.
Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu, skipar annað sæti og Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri Rarik á Vesturlandi, það þriðja.
Þetta kemur fram í frétt Bæjarins besta.
Þar er haft eftir Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og formanni uppstillingarnefndar Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, að fullskipaður listi verði gerður opinber þann 12. september, eða á sama tíma og listar í öðrum kjördæmum.
Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar

Tengdar fréttir

Pawel í framboð fyrir Viðreisn
Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn.

Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram
Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum.

Segir framboð Þorgerðar styrkja Viðreisn mikið
Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn hafa hvatt Þorgerði Katrínu að gefa kost á sér á ný í stjórnmálum. Hún er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að framboð hennar myndi styrkja Viðreisn mikið.

Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn.