Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöll í Vatnsmýri Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2016 19:40 Reykjavíkurflugvöllur og nærliggjandi umhverfi séð úr lofti. Vísir Meirihluti er fyrir því á Alþingi að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir tillögu þar að lútandi vera pólitískt útspil í aðdraganda kosninga. 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?”Höggva á hnútinn Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hann segir hana lagða fram þar sem málið sé komið í algjöran hnút. „Menn geta ekki komið sér saman um hver á að vera framtíð Reykjavíkurflugvallar og það er eðlilegast að þjóðin verði fengin til að höggva á hnútinn,“ segir Ögmundur. Ertu bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt fyrir kosningar? „Samkvæmt mínum útreikningum er góður meirihluti í þinginu á bak við þessa tillögu,“ segir Ögmundur. Alls eru 25 þingmenn sem leggja tillöguna fram og munu því greiða atkvæða með henni. Samkvæmt athugun fréttastofu munu að minnsta kosti fimm þingmenn til viðbótar samþykkja tillöguna og þá er fastlega gert ráð fyrir að fjórir ráðherrar Framsóknarflokksins muni samþykkja hana. Samkvæmt þessu munu að minnsta kosti 34 þingmenn greiða atkvæði með tillögunni og því meirihluti fyrir henni á Alþingi.Leita að vilja þjóðarinnar Ögmundur vonast til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram sem allra fyrst en hún yrði ráðgefandi. Því má velta fyrir sér hvaða afleiðingar hún muni hafa í ljósi þess að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður annarri meginflugbrauta Reykjavíkurflugvallar lokað árið 2022. Verði tillagan til að mynda samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu – hver yrðu þá næstu skref hjá Alþingi? „Þá ber bæði ríki og Reykjavíkurborg að setjast yfir málin og komast að niðurstöðu í samræmi við yfirlýstan þjóðarvilja,“ segir Ögmundur. Er Alþingi með þessu ekki að skipta sér af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar? „Borgarstjóri sagði nýlega og vísaði þá til hugsanlegs flugvallar í Gálgahrauni, að hann vildi skapa þjóðarsamstöðu um slíka lausn. Þar með viðurkennir borgarstjóri, og það finnst mér vera gott, að þjóðin eigi erindi að þessari ákvarðanatöku, ekki bara Reykvíkingar heldur þjóðin öll. Og við erum að leggja til að þá verði leitað eftir vilja þjóðarinnar, út á það gengur okkar tillaga,“ segir Ögmundur.Pólitískt útspilDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir tillöguna undarlega og einhver hafi verið að flýta sér þegar hún var sett á blað. „Það er engin önnur leið að skilja tillögutextann en þannig að það eigi að flytja miðstöð sjúkraflugs í Vatnsmýrina í Reykjavík. En eins og flestir vita að þá var hún færð norður á Akureyri fyrir 10 árum,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg verði ekki skuldbundin til að fylgja niðurstöðu úr slíkri atkvæðagreiðslu, enda yrði hún ráðgefandi „Það kemur fram í tillögutextanum að þetta eigi einungis að vera ráðgefandi. Ég held að þetta sé frekar einhvers konar pólitískt útspil í aðdraganda kosninga, frekar en nokkuð annað,“ segir Dagur. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Meirihluti er fyrir því á Alþingi að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir tillögu þar að lútandi vera pólitískt útspil í aðdraganda kosninga. 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?”Höggva á hnútinn Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hann segir hana lagða fram þar sem málið sé komið í algjöran hnút. „Menn geta ekki komið sér saman um hver á að vera framtíð Reykjavíkurflugvallar og það er eðlilegast að þjóðin verði fengin til að höggva á hnútinn,“ segir Ögmundur. Ertu bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt fyrir kosningar? „Samkvæmt mínum útreikningum er góður meirihluti í þinginu á bak við þessa tillögu,“ segir Ögmundur. Alls eru 25 þingmenn sem leggja tillöguna fram og munu því greiða atkvæða með henni. Samkvæmt athugun fréttastofu munu að minnsta kosti fimm þingmenn til viðbótar samþykkja tillöguna og þá er fastlega gert ráð fyrir að fjórir ráðherrar Framsóknarflokksins muni samþykkja hana. Samkvæmt þessu munu að minnsta kosti 34 þingmenn greiða atkvæði með tillögunni og því meirihluti fyrir henni á Alþingi.Leita að vilja þjóðarinnar Ögmundur vonast til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram sem allra fyrst en hún yrði ráðgefandi. Því má velta fyrir sér hvaða afleiðingar hún muni hafa í ljósi þess að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður annarri meginflugbrauta Reykjavíkurflugvallar lokað árið 2022. Verði tillagan til að mynda samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu – hver yrðu þá næstu skref hjá Alþingi? „Þá ber bæði ríki og Reykjavíkurborg að setjast yfir málin og komast að niðurstöðu í samræmi við yfirlýstan þjóðarvilja,“ segir Ögmundur. Er Alþingi með þessu ekki að skipta sér af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar? „Borgarstjóri sagði nýlega og vísaði þá til hugsanlegs flugvallar í Gálgahrauni, að hann vildi skapa þjóðarsamstöðu um slíka lausn. Þar með viðurkennir borgarstjóri, og það finnst mér vera gott, að þjóðin eigi erindi að þessari ákvarðanatöku, ekki bara Reykvíkingar heldur þjóðin öll. Og við erum að leggja til að þá verði leitað eftir vilja þjóðarinnar, út á það gengur okkar tillaga,“ segir Ögmundur.Pólitískt útspilDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir tillöguna undarlega og einhver hafi verið að flýta sér þegar hún var sett á blað. „Það er engin önnur leið að skilja tillögutextann en þannig að það eigi að flytja miðstöð sjúkraflugs í Vatnsmýrina í Reykjavík. En eins og flestir vita að þá var hún færð norður á Akureyri fyrir 10 árum,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg verði ekki skuldbundin til að fylgja niðurstöðu úr slíkri atkvæðagreiðslu, enda yrði hún ráðgefandi „Það kemur fram í tillögutextanum að þetta eigi einungis að vera ráðgefandi. Ég held að þetta sé frekar einhvers konar pólitískt útspil í aðdraganda kosninga, frekar en nokkuð annað,“ segir Dagur.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent