Keppni á lokadegi golfkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó hófst fyrr en áætlað var vegna slæmrar veðurspár í Ríó í Brasilíu.
Bein útsending frá keppninni átti að hefjast á Golfstöðinni og Stöð 2 Sport 4 klukkan 13.00 en mun nú hefjast klukkan 11.00. Ráðgert er að úrslitin muni ráðast um klukkan 17.00.
Inbee Park frá Suður-Kóreu er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn en hún er á alls ellefu höggum undir pari. Gerina Piller frá Bandaríkjunum og Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi eru svo á níu höggum undir pari.
Ræst var á bæði 1. og 10. teig klukkan 10.05 og 11.05 en fremstu konur, þær Park, Ko og Piller, fara af stað klukkan 11.44.
Lokahringurinn byrjar fyrr en áætlað var
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
