Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi felldi nú síðdegis tillögu um að óska eftir flokksþingi í haust.
RÚV greinir frá þessu. Tillaga um flokksþing var hins vegar samþykkt með miklum yfirburðum á Kjördæmisþingi Framsóknar á Suðurlandi og í Norðvesturkjördæmi.
Tillagan í Norðausturkjördæmi var naumlega felld, en var samþykkt að halda tvöfalt kjördæmisþing laugardaginn 17. september. Þar stendur til að ákveða hverjir skipa lista framsóknarmanna í kjördæminu fyrir kosningarnar sem fyrirhugaðar eru 29. október.
Kjördæmisþing Framsóknar í Norðausturkjördæmi fór fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit.
Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi felldi tillögu um flokksþing
Atli Ísleifsson skrifar
