Sturla Jónsson hyggst bjóða sig fram til Alþingis undir merkjum stjórnmálaflokksins Dögunar. Sturla greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist bjóða sig fram fyrir fólkið í landinu.
Sturla bauð sig síðast fram til embættis forseta Íslands fyrr í sumar þar sem hann hlaut 3,5 prósent atkvæða.
Hann bauð sig fram í Alþingiskosningunum árið 2013 með framboðinu Sturla Jónsson, þar sem listi hans bauð einungis fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sturla náði ekki kjöri í kosningunum.

