Guðmundur vill þriðja sæti hjá Samfylkingunni 22. ágúst 2016 09:14 Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Helstu baráttumál Guðmundar Ara eru að auka jöfnuð valds, peninga og tækifæra á Íslandi. „Ég tel að kraftar mínir væru vel nýttir inni á Alþingi og í baráttunni fyrir auknum jöfnuði og bættum tækifærum fólks óháð aldri, efnahag og félagslegri stöðu. Næstu kosningar muna skipta sköpum fyrir framtíð Íslands þar sem kjósendur munu velja á milli jafnaðarmanna og ójafnaðarmanna. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir því að bæta stöðu ungs fólks, aldraðra, öryrkja og þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Þær aðgerðir sem ráðist verður í verða fjármagnaðar með því að sækja stærri hlut af þeim arði sem skapast af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir upptöku nýrrar stjórnarskrár og því að fjölga möguleikum fólks til að sækja sér fyrsta flokks menntun og heilbrigðisþjónustu óháð aldri, félagslegri stöðu og efnahag. Ríkisstjórn ójafnaðarmanna hefur á þessu kjörtímabili barist fyrir lækkun veiðigjalda og einföldun á skattkerfinu sem nýtist þeim best sem eiga mest. Ójafnaðarmenn vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, þeir lokuðu framhaldsskólum fyrir öllum 25 ára og eldri og hafa tekið stöðu gegn kerfisbreytingum og nýrri stjórnarskrá til að halda völdum hjá stjórnmálamönnum og þannig frá almenningi.”Stefnumál: Auka jöfnuð valds í landinu: - Taka upp nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs - Kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið Auka jöfnuð peninga í landinu: - Hækka skattleysismörk - Afnema skerðingar og tekjutengingar í almannatryggingarkerfinu - Hækka veiðigjöld - Hækka skatta á þá ríkustu - Hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu Auka jöfn tækifæri í landinu: - Opna framhaldsskólana fyrir 25 ára og eldri - Auka framboð á húsnæði í búsetaréttarkerfum - Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi - Breyta hluta námslána í námsstyrk, minnka tekjutengingar og viðhalda jöfnunarhlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna - Hækka barnabætur og afnema tekjutengingu - Hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs og lengja það í 12 mánuðiUm Guðmund Ara Guðmundur Ari er giftur Nönnu Árnadóttur íþróttafræðingi og saman eiga þau strákana Árna Berg og Kjartan Kára. Guðmundur Ari er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað við æskulýðsmál síðastliðin 8 ár. Guðmundur Ari hefur starfað sem aðstoðar- og stundakennari á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og gegnt stöðu formanns Félags fagfólks í frítímaþjónustu síðastliðin tvö ár. Ásamt þessum verkefnum hefur Guðmundur Ari setið fyrir hönd Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, bæjarráði og skólanefnd Seltjarnarnesbæjar síðastliðin tvö ár og stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar á Facebooksíðu Guðmundar. Kosningar 2016 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Helstu baráttumál Guðmundar Ara eru að auka jöfnuð valds, peninga og tækifæra á Íslandi. „Ég tel að kraftar mínir væru vel nýttir inni á Alþingi og í baráttunni fyrir auknum jöfnuði og bættum tækifærum fólks óháð aldri, efnahag og félagslegri stöðu. Næstu kosningar muna skipta sköpum fyrir framtíð Íslands þar sem kjósendur munu velja á milli jafnaðarmanna og ójafnaðarmanna. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir því að bæta stöðu ungs fólks, aldraðra, öryrkja og þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Þær aðgerðir sem ráðist verður í verða fjármagnaðar með því að sækja stærri hlut af þeim arði sem skapast af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir upptöku nýrrar stjórnarskrár og því að fjölga möguleikum fólks til að sækja sér fyrsta flokks menntun og heilbrigðisþjónustu óháð aldri, félagslegri stöðu og efnahag. Ríkisstjórn ójafnaðarmanna hefur á þessu kjörtímabili barist fyrir lækkun veiðigjalda og einföldun á skattkerfinu sem nýtist þeim best sem eiga mest. Ójafnaðarmenn vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, þeir lokuðu framhaldsskólum fyrir öllum 25 ára og eldri og hafa tekið stöðu gegn kerfisbreytingum og nýrri stjórnarskrá til að halda völdum hjá stjórnmálamönnum og þannig frá almenningi.”Stefnumál: Auka jöfnuð valds í landinu: - Taka upp nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs - Kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið Auka jöfnuð peninga í landinu: - Hækka skattleysismörk - Afnema skerðingar og tekjutengingar í almannatryggingarkerfinu - Hækka veiðigjöld - Hækka skatta á þá ríkustu - Hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu Auka jöfn tækifæri í landinu: - Opna framhaldsskólana fyrir 25 ára og eldri - Auka framboð á húsnæði í búsetaréttarkerfum - Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi - Breyta hluta námslána í námsstyrk, minnka tekjutengingar og viðhalda jöfnunarhlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna - Hækka barnabætur og afnema tekjutengingu - Hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs og lengja það í 12 mánuðiUm Guðmund Ara Guðmundur Ari er giftur Nönnu Árnadóttur íþróttafræðingi og saman eiga þau strákana Árna Berg og Kjartan Kára. Guðmundur Ari er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað við æskulýðsmál síðastliðin 8 ár. Guðmundur Ari hefur starfað sem aðstoðar- og stundakennari á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og gegnt stöðu formanns Félags fagfólks í frítímaþjónustu síðastliðin tvö ár. Ásamt þessum verkefnum hefur Guðmundur Ari setið fyrir hönd Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, bæjarráði og skólanefnd Seltjarnarnesbæjar síðastliðin tvö ár og stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar á Facebooksíðu Guðmundar.
Kosningar 2016 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira