Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 21:28 Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. Greint hefur verið frá því að félagið hafi gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur fyrirtækið meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Axel ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og benti á að vinnuumhverfið í fluginu væri sérstakt þar sem loftið í vélunum sé öðruvísi en loftið á jörðu niðri. Þannig megi líkja súrefnisþrýstingi í flugvélum við að maður sé í 8000 feta hæð. „Þannig að súrefnismettun verður lægri hjá okkur og þess vegna geta til dæmis hjarta-og lungnasjúklingar orðið alvarlega veikir og átt erfitt með að fara í flug. Svo er til flugveiki sem er ekki ósvipað sjóveiki maður verður veikur vegna hreyfinganna sem tilheyra fluginu,“ segir Axel. Þau sjúkdómseinkenni sem komið hafa upp hjá flugliðum Icelandair undanfarið eru meðal annars svimi, máttleysi, almenn vanlíðan og ógleði. Axel segir ekki vitað hvað valdi þessu en fyrirtækið taki þessu mjög alvarlega. „Það þarf auðvitað að reyna að ganga úr skugga um að þetta sé ekki á einhvern hátt tengt vinnuaðstæðum og vinnuumhverfi. Ég hef svolítið komið að þessu sem trúnaðarlæknir félagsins til að reyna að átta okkur á því hvað er að gerast. Okkur sýnist að það sé í raun og veru enginn samnefnari; þetta eru mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður þannig að það er voðalega erfitt að setja þetta undir einn hatt.“ Axel segir að margt geti spilað inn í veikindin. Þannig hafi margir nýliðar hafið störf hjá Icelandair í sumar en hann vill ekki fullyrða að það hafi verið meira um veikindi hjá þeim heldur en þeim sem reyndari eru þó að svo hafi virst þegar tölfræði hafi verið tekin saman um tilvikin að þeir yngri hefðu frekar verið að veikjast en þeir eldri.Viðtalið við Axel í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. Greint hefur verið frá því að félagið hafi gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur fyrirtækið meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Axel ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og benti á að vinnuumhverfið í fluginu væri sérstakt þar sem loftið í vélunum sé öðruvísi en loftið á jörðu niðri. Þannig megi líkja súrefnisþrýstingi í flugvélum við að maður sé í 8000 feta hæð. „Þannig að súrefnismettun verður lægri hjá okkur og þess vegna geta til dæmis hjarta-og lungnasjúklingar orðið alvarlega veikir og átt erfitt með að fara í flug. Svo er til flugveiki sem er ekki ósvipað sjóveiki maður verður veikur vegna hreyfinganna sem tilheyra fluginu,“ segir Axel. Þau sjúkdómseinkenni sem komið hafa upp hjá flugliðum Icelandair undanfarið eru meðal annars svimi, máttleysi, almenn vanlíðan og ógleði. Axel segir ekki vitað hvað valdi þessu en fyrirtækið taki þessu mjög alvarlega. „Það þarf auðvitað að reyna að ganga úr skugga um að þetta sé ekki á einhvern hátt tengt vinnuaðstæðum og vinnuumhverfi. Ég hef svolítið komið að þessu sem trúnaðarlæknir félagsins til að reyna að átta okkur á því hvað er að gerast. Okkur sýnist að það sé í raun og veru enginn samnefnari; þetta eru mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður þannig að það er voðalega erfitt að setja þetta undir einn hatt.“ Axel segir að margt geti spilað inn í veikindin. Þannig hafi margir nýliðar hafið störf hjá Icelandair í sumar en hann vill ekki fullyrða að það hafi verið meira um veikindi hjá þeim heldur en þeim sem reyndari eru þó að svo hafi virst þegar tölfræði hafi verið tekin saman um tilvikin að þeir yngri hefðu frekar verið að veikjast en þeir eldri.Viðtalið við Axel í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15