Telja ríkið fengið viðunandi verð við söluna á hlut í Reitum ingvar haraldsson skrifar 24. ágúst 2016 13:45 Reitir hafa gefið út að fyrirtækið hyggist opna matarmarkað í Holtagörðum. fréttablaðið/hanna Sérfræðingar á markaði telja ríkið hafa fengið ásættanlegt verð fyrir hlut sinn í Reitum fasteignafélagi. Ríkið seldi 6,38 prósenta hlut í Reitum á 3,9 milljarða króna á mánudaginn í opnu útboði. Verðið samsvarar 83,3 krónum á hlut. Hlutabréfaverð í fasteignafélaginu fór hæst í 88 krónur á hlut þann 11. maí og er því 5,6 prósentum lægra en þegar verðið var hæst. „Mér finnst ekki hægt að spá fyrir um áframhaldandi hækkun á hlutabréfaverði með það góðum líkum að það sé hægt að gagnrýna ríkið fyrir að selja þessar eignir,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu. Hann bendir á að alls óvíst sé hvort hlutabréfaverð í Reitum nái aftur sama toppi og í maí. Þá hafi verð í Reitum lækkað minna en markaðurinn í heild en úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur fallið um 8,8 prósent frá lokum apríl. Þar vegi þyngst lækkun á gengi Icelandair en hlutabréf í flugfélaginu hafa fallið um 31 prósent frá apríllokum. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. Ríkið eignaðist hlut í Reitum og fleiri félögum með stöðugleikaframlögum slitabúa föllnu bankanna í byrjun ársins. „Ríkið vill ekki og kannski á ekki að vera í hlutabréfafjárfestingum þannig að það er ákveðin pressa á ríkinu að losa um þessar eignir og búa til peninga til að greiða niður skuldir,“ segir Jóhann. Þau sjónarmið vegi þyngra en að tímasetja sölu nákvæmlega enda viti enginn hvort það myndi takast. Kristján Markús Bragason, sérfræðingur hjá Greiningardeild Íslandsbanka, bendir á að Reitir hafi nýlega skilað prýðisgóðu uppgjöri og rekstur félagsins sé í góðu horfi. Það sé vart tilgangur ríkisins að eiga hlutabréfin til lengri tíma. „Það er mjög erfitt að finna einhvern réttan tíma. Þetta er ekki verri tími til að selja félagið en hver annar,“ segir Kristján. Félagið Lindarhvoll var stofnað í vor til að halda utan um sölu stöðugleikaeignanna. Meðal hluta sem ríkinu féllu í skaut var hlutur í Reitum, Símanum, Eimskipum, Sjóvá, Lyfju, Dohop og Lýsingu. Ríkið er nú stærsti hluthafi Sjóvár með 13,93 prósenta hlut en hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 11,2 prósent frá því það var hæst um miðjan apríl. Í Eimskipum hefur hlutabréfaverðið hins vegar hækkað um ríflega 15 prósent. Hlutabréfaverð í Símanum er nú um einu prósenti lægra en það var um miðjan apríl. Leiða má að því líkur að hlutur í þeim félögum verði einnig seldur á næstunni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði við Fréttablaðið þann 30. apríl að mikill áhugi væri á mörgum þeirra eigna sem Lindarhvoll héldi á og tiltölulega auðvelt ætti að vera að koma þeim í verð. Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að fjármálaráðuneytið áætlaði að félagið myndi fullnusta áttatíu prósent af verðmætum eignanna innan átján mánaða. Fyrr í sumar réð Lindarhvoll Landsbankann til að sjá um sölu á hlutum í skráðu félögunum Reitum, Símanum, Eimskipum og Sjóvá. Virðing var ráðin ráðgjafi við sölu á hlut í Lyfju en ríkið á nú allt hlutafé í Lyfju. Starfsemi Lindarhvols Reitir fasteignafélag Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Sérfræðingar á markaði telja ríkið hafa fengið ásættanlegt verð fyrir hlut sinn í Reitum fasteignafélagi. Ríkið seldi 6,38 prósenta hlut í Reitum á 3,9 milljarða króna á mánudaginn í opnu útboði. Verðið samsvarar 83,3 krónum á hlut. Hlutabréfaverð í fasteignafélaginu fór hæst í 88 krónur á hlut þann 11. maí og er því 5,6 prósentum lægra en þegar verðið var hæst. „Mér finnst ekki hægt að spá fyrir um áframhaldandi hækkun á hlutabréfaverði með það góðum líkum að það sé hægt að gagnrýna ríkið fyrir að selja þessar eignir,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu. Hann bendir á að alls óvíst sé hvort hlutabréfaverð í Reitum nái aftur sama toppi og í maí. Þá hafi verð í Reitum lækkað minna en markaðurinn í heild en úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur fallið um 8,8 prósent frá lokum apríl. Þar vegi þyngst lækkun á gengi Icelandair en hlutabréf í flugfélaginu hafa fallið um 31 prósent frá apríllokum. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. Ríkið eignaðist hlut í Reitum og fleiri félögum með stöðugleikaframlögum slitabúa föllnu bankanna í byrjun ársins. „Ríkið vill ekki og kannski á ekki að vera í hlutabréfafjárfestingum þannig að það er ákveðin pressa á ríkinu að losa um þessar eignir og búa til peninga til að greiða niður skuldir,“ segir Jóhann. Þau sjónarmið vegi þyngra en að tímasetja sölu nákvæmlega enda viti enginn hvort það myndi takast. Kristján Markús Bragason, sérfræðingur hjá Greiningardeild Íslandsbanka, bendir á að Reitir hafi nýlega skilað prýðisgóðu uppgjöri og rekstur félagsins sé í góðu horfi. Það sé vart tilgangur ríkisins að eiga hlutabréfin til lengri tíma. „Það er mjög erfitt að finna einhvern réttan tíma. Þetta er ekki verri tími til að selja félagið en hver annar,“ segir Kristján. Félagið Lindarhvoll var stofnað í vor til að halda utan um sölu stöðugleikaeignanna. Meðal hluta sem ríkinu féllu í skaut var hlutur í Reitum, Símanum, Eimskipum, Sjóvá, Lyfju, Dohop og Lýsingu. Ríkið er nú stærsti hluthafi Sjóvár með 13,93 prósenta hlut en hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 11,2 prósent frá því það var hæst um miðjan apríl. Í Eimskipum hefur hlutabréfaverðið hins vegar hækkað um ríflega 15 prósent. Hlutabréfaverð í Símanum er nú um einu prósenti lægra en það var um miðjan apríl. Leiða má að því líkur að hlutur í þeim félögum verði einnig seldur á næstunni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði við Fréttablaðið þann 30. apríl að mikill áhugi væri á mörgum þeirra eigna sem Lindarhvoll héldi á og tiltölulega auðvelt ætti að vera að koma þeim í verð. Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að fjármálaráðuneytið áætlaði að félagið myndi fullnusta áttatíu prósent af verðmætum eignanna innan átján mánaða. Fyrr í sumar réð Lindarhvoll Landsbankann til að sjá um sölu á hlutum í skráðu félögunum Reitum, Símanum, Eimskipum og Sjóvá. Virðing var ráðin ráðgjafi við sölu á hlut í Lyfju en ríkið á nú allt hlutafé í Lyfju.
Starfsemi Lindarhvols Reitir fasteignafélag Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira