Ögmundur á táslunum Þórlindur Kjartansson skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Hvað gekk Ögmundi Jónassyni, þingmanni VG, til um síðustu helgi þegar hann mætti skó- og sokkalaus í útvarpsviðtal? Álitsgjafar og fjölmiðlar hafa velt fyrir sér þýðingu atburðarins og stjórnmálaskýrendur hafa átt fullt í fangi með að komast til botns í málinu. Voru þetta einhver skilaboð hjá honum? Kannski var þetta tilvísun í hið fræga plötuumslag Bítlanna—á Abbey Road—þar sem Paul var berfættur. Var þetta táknrænn gjörningur í tilefni þess að hann er að hætta á þingi? Var honum heitt á fótunum? Er hann kannski með sérlega fallegar tær og langaði til þess að sýna þær? Langaði hann kannski bara ekkert til þess að vera í skóm þennan daginn? Sumir hafa lýst aðdáun sinni á þessu uppátæki Ögmundar, en fleiri hafa þó lýst furðu, hneykslan og sárum vonbrigðum.Skólaus í skóla Í fjölmiðlum hefur verið bent á að sé ábyrgðarhluti að fyrrverandi heilbrigðisráðherra taki afstöðu gegn skóbúnaði einmitt nú þegar haustið er gengið í garð, skólarnir að byrja og vetrarhörkur framundan. Foreldrafélög hafa sent frá sér ályktanir og harmað framgöngu Ögmundar. Fjölmargir foreldrar eiga nefnilega erfitt með að troða börnunum sínum í sokka og skó á morgnana—og ekki skánar streðið þegar börnin geta bent á svo áberandi fordæmi: „Af hverju þarf ég að fara í sokka ef Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, má vera á tásunum í útvarpinu,“ spyrja blessuð börnin. „Það er af því hann er fullorðinn og má ráða því sjálfur,“ reyna foreldrarnir að segja. „En hann var heilbrigðisráðherra og veit það betur heldur en þú hvort maður þarf að vera í sokkum,“ segja börnin þá. Á borgaralega sinnuðum heimilum er þá sagt: „Hann Ögmundur Jónasson er kommúnisti“ en á vinstrisinnuðum heimilum þarf að grípa til annarra úrræða: „Ögmundur Jónasson er hin versta málpípa feðraveldisins og gerðu nú eins og mamma þín segir þér.“Takið af ykkur skóna Þá hefur mörgum hefur þótt uppátæki Ögmundar hafa gert lítið úr íslenskri sveitamenningu og þeim fótkulda og fótsárindum sem íslensk bændastétt mátti þola um aldir—allt þangað til gúmmískórnir komu til sögunnar. Bændasamtökin hafa nú þegar sent frá sér tilkynningu þar sem félagsmenn eru eindregið varaðir við því að ganga berfættir til engja. Skósalar eru líka æfir yfir uppátækinu og líta á það sem grófa aðför að starfsheiðri sínum og lífsafkomu. Samtök skósala hafa fordæmt Ögmund harðlega og sögðu í ályktun að „Ögmundi Jónassyni væri vitaskuld frjálst að ganga um berfættur heima hjá sér, þótt allir heilvita menn láti ekki sjá sig öðru vísi en í nýlegum og vönduðum inniskóm, enda er gólfkuldi landlægur á Íslandi og stórhættulegur heilsu og velferð bæði manna og dýra.“Með, eða á móti—skóm Uppi eru mjög háværar kröfur um að Ögmundur biðjist afsökunar á framgöngu sinni og sýni með áberandi hætti iðrun og yfirbót. En hann sjálfur hefur ekki sýnt neina tilburði í þá átt . Það eru reyndar ekki allir jafn æstir yfir þessu. Sumum finnst að Ögmundur megi bara vera til fótanna eins og honum sýnist. Það sé bara hans mál. Þetta finnst jafnvel fólki sem sjálfu kæmi aldrei til hugar að mæta í útvarpsviðtal á táslunum. Hins vegar borgar sig ekki að segja neitt Ögmundi blessuðum til varnar. Þeir sem ekki taka þátt í hneykslunarkórnum verða umsvifalaust stimplaðir sem andstæðingar skófatnaðar og verða sakaðir um fornaldarlega hugsun og meðvirkni með langfeðraveldinu.Fótaskortur á tungunni En Ögmundur er auðvitað ekki beinlínis kommúnisti lengur og hann er örugglega ekki heldur málpípa feðraveldisins, eins og framkvæmdastjórn ungliðahreyfingar VG orðaði það. Ef út í það er farið þá mætti Ögmundur alls ekkert á tásunum í útvarpsviðtal síðustu helgi—heldur er ekki vitað betur en hann hafi verið vel skóaður og prýðilega sokkaður þegar hann kom sér í allt öðruvísi vandræði en hér voru uppskálduð. Í langri umræðu um stöðu kvenna í stjórnmálum reyndi hann að segja að honum fyndist að sumar konur hafi átt það til að nýta sér þá staðreynd að það hallar almennt á konur í stjórnmálum til þess að bægja frá sér gagnrýni sem snýr að þeim persónulega. Aðrir gestir þáttarins reiddust mjög yfir þessum ummælum og ráku orðin ofan í hann. Framkvæmdastjórn ungliðahreyfingar VG krafðist þess að Ögmundur bæðist fyrirgefningar á orðum sínum í ályktun og sögðu Ögmund hafa talað eins og „verstu málpípu feðraveldisins“. Ögmundur sagðist ekki ætla að biðjast afsökunar á því að hafa sagt það sem honum fannst, og fór ekki einu sinni fram á að framkvæmdastjórn ungliðahreyfingarinnar bæðist afsökunar á uppnefninu.Rökræður og kúgun Ef hinn skáldsögulegi Ögmundur Jónasson hefði í raun kallað yfir sig heiftarleg viðbrögð fyrir þá ímynduðu sérvisku að ganga um berfættur, þá væru líklega flestir sammála um að það væri illa farið með hann—og illa komið fyrir samfélaginu. Hvað kemur það öðrum við hvernig skóbúnað maður velur sér? En hlýtur ekki að vera ennþá mikilvægara í lýðræðislegu samfélagi að frelsi manna til að tjá skoðanir sínar sé virt? Opin skoðanaskipti gefa að minnsta kosti tækifæri til þess að svara fullum hálsi eins og gert var í útvarpsþættinum. Það er áhyggjuefni að kurteisleg og vel meint umræða um sum mál kalli fram svo heiftarleg og ofsafengin viðbrögð. Það er nefnilega mikil kúgun fólgin í því að fólk geti ekki sagt skoðanir sínar án þess að eiga á hættu að vera úthrópað og hundelt í kjölfarið. Besta ráðið til að vinna rökræðu er nefnilega að svara með rökum, en ekki að halda fyrir munninn á andstæðingnum.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Hvað gekk Ögmundi Jónassyni, þingmanni VG, til um síðustu helgi þegar hann mætti skó- og sokkalaus í útvarpsviðtal? Álitsgjafar og fjölmiðlar hafa velt fyrir sér þýðingu atburðarins og stjórnmálaskýrendur hafa átt fullt í fangi með að komast til botns í málinu. Voru þetta einhver skilaboð hjá honum? Kannski var þetta tilvísun í hið fræga plötuumslag Bítlanna—á Abbey Road—þar sem Paul var berfættur. Var þetta táknrænn gjörningur í tilefni þess að hann er að hætta á þingi? Var honum heitt á fótunum? Er hann kannski með sérlega fallegar tær og langaði til þess að sýna þær? Langaði hann kannski bara ekkert til þess að vera í skóm þennan daginn? Sumir hafa lýst aðdáun sinni á þessu uppátæki Ögmundar, en fleiri hafa þó lýst furðu, hneykslan og sárum vonbrigðum.Skólaus í skóla Í fjölmiðlum hefur verið bent á að sé ábyrgðarhluti að fyrrverandi heilbrigðisráðherra taki afstöðu gegn skóbúnaði einmitt nú þegar haustið er gengið í garð, skólarnir að byrja og vetrarhörkur framundan. Foreldrafélög hafa sent frá sér ályktanir og harmað framgöngu Ögmundar. Fjölmargir foreldrar eiga nefnilega erfitt með að troða börnunum sínum í sokka og skó á morgnana—og ekki skánar streðið þegar börnin geta bent á svo áberandi fordæmi: „Af hverju þarf ég að fara í sokka ef Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, má vera á tásunum í útvarpinu,“ spyrja blessuð börnin. „Það er af því hann er fullorðinn og má ráða því sjálfur,“ reyna foreldrarnir að segja. „En hann var heilbrigðisráðherra og veit það betur heldur en þú hvort maður þarf að vera í sokkum,“ segja börnin þá. Á borgaralega sinnuðum heimilum er þá sagt: „Hann Ögmundur Jónasson er kommúnisti“ en á vinstrisinnuðum heimilum þarf að grípa til annarra úrræða: „Ögmundur Jónasson er hin versta málpípa feðraveldisins og gerðu nú eins og mamma þín segir þér.“Takið af ykkur skóna Þá hefur mörgum hefur þótt uppátæki Ögmundar hafa gert lítið úr íslenskri sveitamenningu og þeim fótkulda og fótsárindum sem íslensk bændastétt mátti þola um aldir—allt þangað til gúmmískórnir komu til sögunnar. Bændasamtökin hafa nú þegar sent frá sér tilkynningu þar sem félagsmenn eru eindregið varaðir við því að ganga berfættir til engja. Skósalar eru líka æfir yfir uppátækinu og líta á það sem grófa aðför að starfsheiðri sínum og lífsafkomu. Samtök skósala hafa fordæmt Ögmund harðlega og sögðu í ályktun að „Ögmundi Jónassyni væri vitaskuld frjálst að ganga um berfættur heima hjá sér, þótt allir heilvita menn láti ekki sjá sig öðru vísi en í nýlegum og vönduðum inniskóm, enda er gólfkuldi landlægur á Íslandi og stórhættulegur heilsu og velferð bæði manna og dýra.“Með, eða á móti—skóm Uppi eru mjög háværar kröfur um að Ögmundur biðjist afsökunar á framgöngu sinni og sýni með áberandi hætti iðrun og yfirbót. En hann sjálfur hefur ekki sýnt neina tilburði í þá átt . Það eru reyndar ekki allir jafn æstir yfir þessu. Sumum finnst að Ögmundur megi bara vera til fótanna eins og honum sýnist. Það sé bara hans mál. Þetta finnst jafnvel fólki sem sjálfu kæmi aldrei til hugar að mæta í útvarpsviðtal á táslunum. Hins vegar borgar sig ekki að segja neitt Ögmundi blessuðum til varnar. Þeir sem ekki taka þátt í hneykslunarkórnum verða umsvifalaust stimplaðir sem andstæðingar skófatnaðar og verða sakaðir um fornaldarlega hugsun og meðvirkni með langfeðraveldinu.Fótaskortur á tungunni En Ögmundur er auðvitað ekki beinlínis kommúnisti lengur og hann er örugglega ekki heldur málpípa feðraveldisins, eins og framkvæmdastjórn ungliðahreyfingar VG orðaði það. Ef út í það er farið þá mætti Ögmundur alls ekkert á tásunum í útvarpsviðtal síðustu helgi—heldur er ekki vitað betur en hann hafi verið vel skóaður og prýðilega sokkaður þegar hann kom sér í allt öðruvísi vandræði en hér voru uppskálduð. Í langri umræðu um stöðu kvenna í stjórnmálum reyndi hann að segja að honum fyndist að sumar konur hafi átt það til að nýta sér þá staðreynd að það hallar almennt á konur í stjórnmálum til þess að bægja frá sér gagnrýni sem snýr að þeim persónulega. Aðrir gestir þáttarins reiddust mjög yfir þessum ummælum og ráku orðin ofan í hann. Framkvæmdastjórn ungliðahreyfingar VG krafðist þess að Ögmundur bæðist fyrirgefningar á orðum sínum í ályktun og sögðu Ögmund hafa talað eins og „verstu málpípu feðraveldisins“. Ögmundur sagðist ekki ætla að biðjast afsökunar á því að hafa sagt það sem honum fannst, og fór ekki einu sinni fram á að framkvæmdastjórn ungliðahreyfingarinnar bæðist afsökunar á uppnefninu.Rökræður og kúgun Ef hinn skáldsögulegi Ögmundur Jónasson hefði í raun kallað yfir sig heiftarleg viðbrögð fyrir þá ímynduðu sérvisku að ganga um berfættur, þá væru líklega flestir sammála um að það væri illa farið með hann—og illa komið fyrir samfélaginu. Hvað kemur það öðrum við hvernig skóbúnað maður velur sér? En hlýtur ekki að vera ennþá mikilvægara í lýðræðislegu samfélagi að frelsi manna til að tjá skoðanir sínar sé virt? Opin skoðanaskipti gefa að minnsta kosti tækifæri til þess að svara fullum hálsi eins og gert var í útvarpsþættinum. Það er áhyggjuefni að kurteisleg og vel meint umræða um sum mál kalli fram svo heiftarleg og ofsafengin viðbrögð. Það er nefnilega mikil kúgun fólgin í því að fólk geti ekki sagt skoðanir sínar án þess að eiga á hættu að vera úthrópað og hundelt í kjölfarið. Besta ráðið til að vinna rökræðu er nefnilega að svara með rökum, en ekki að halda fyrir munninn á andstæðingnum.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.