Snjallsímaforritið WhatsApp innleiðir auglýsingar Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 19:21 WhatsApp er frítt snjallsímaforrit sem hægt er að nota til þess að senda ókeypis SMS skilaboð. Getty Samskiptaforritið WhatsApp hefur tilkynnt að það muni byrja að deila meiri upplýsingum um notendur sína með Facebook og í kjölfarið gera fyrirtækjum kleift að senda skilaboð til notenda sinna. WhatsApp var keypt af Facebook árið 2014, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið breytir notendaskilmálum sínum á þennan hátt. Þetta kemur fram í frétt BBC fyrr í dag. Er þetta liður í að auka tekjur WhatsApp, en forritið mun nú deila símanúmerum notenda sinna með samfélagsmiðlinum Facebook, sem munu svo vera notuð til að stinga upp á vinum og birta meira viðeigandi auglýsingar. Með því að nota þessi gögn gæti Facebook leitt saman fólk sem hefur skipst á símanúmerum en er ekki endilega vinir á Facebook.Jan Koum, framkvæmdastjóri WhatsApp.GettyÞetta er í fyrsta skipti sem WhatsApp innleiðir auglýsingar, en samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu samskiptaforritsins, munu þær vera í formi skilaboða sem eru sérsniðin að hverjum og einum notanda. Sem dæmi um þess konar skilaboð mætti meðal annars nefna upplýsingar um flug, stöðu á bankareikningum, eða hvers konar tilboð sem gætu vakið áhuga notenda. Í bloggfærslu WhatsApp kemur fram að engum persónulegum skilaboðum verði deilt með þriðja aðila, þau séu og munu alltaf verða dulkóðuð. Þá verður einnig hægt að stilla hversu miklum upplýsingum notendur deila með Facebook, en leiðbeiningar þess efnis má finna á heimasíðu WhatsApp. Tækni Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samskiptaforritið WhatsApp hefur tilkynnt að það muni byrja að deila meiri upplýsingum um notendur sína með Facebook og í kjölfarið gera fyrirtækjum kleift að senda skilaboð til notenda sinna. WhatsApp var keypt af Facebook árið 2014, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið breytir notendaskilmálum sínum á þennan hátt. Þetta kemur fram í frétt BBC fyrr í dag. Er þetta liður í að auka tekjur WhatsApp, en forritið mun nú deila símanúmerum notenda sinna með samfélagsmiðlinum Facebook, sem munu svo vera notuð til að stinga upp á vinum og birta meira viðeigandi auglýsingar. Með því að nota þessi gögn gæti Facebook leitt saman fólk sem hefur skipst á símanúmerum en er ekki endilega vinir á Facebook.Jan Koum, framkvæmdastjóri WhatsApp.GettyÞetta er í fyrsta skipti sem WhatsApp innleiðir auglýsingar, en samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu samskiptaforritsins, munu þær vera í formi skilaboða sem eru sérsniðin að hverjum og einum notanda. Sem dæmi um þess konar skilaboð mætti meðal annars nefna upplýsingar um flug, stöðu á bankareikningum, eða hvers konar tilboð sem gætu vakið áhuga notenda. Í bloggfærslu WhatsApp kemur fram að engum persónulegum skilaboðum verði deilt með þriðja aðila, þau séu og munu alltaf verða dulkóðuð. Þá verður einnig hægt að stilla hversu miklum upplýsingum notendur deila með Facebook, en leiðbeiningar þess efnis má finna á heimasíðu WhatsApp.
Tækni Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira