Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi hófst núna klukkan 19 í Félagsheimili Framsóknarmanna í Kópavogi. Þar verður lögð fram tillaga um að flokksþing verði haldið fyrir þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi.
Á flokksþingi er forysta flokksins kosin en samkvæmt lögum Framsóknarflokksins er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar eftir því. Annars boðar miðstjórn flokksins til þingsins.
Um liðna helgi samþykktu kjördæmisþingin í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi tillögu um að halda skuli flokksþing en tillaga þess efnis var naumlega felld í Norðausturkjördæmi sem er kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins.
Samþykki kjördæmisþingið í Suðvesturkjördæmi tillögu um flokksþing á fundi sínum í kvöld er því skylt að boða til flokksþings þar sem þá hefur meirihluta kjördæmisþinganna samþykkt slíka tillögu.
Á laugardaginn verður síðan tvöfalt kjördæmaþing í Reykjavík.
Framsóknarmenn í Kraganum funda í kvöld

Tengdar fréttir

Staða Sigmundar sögð veik innan Framsóknar
Framsóknarmenn halda þrjú kjördæmisþing um helgina. Flokksmenn sem Fréttablaðið heyrði í segja ómögulegt að fara í kosningar með sitjandi formann enn við stjórnvölinn í flokknum. Róið að því að halda landsþing sem fyrst.

Flokksþing veltur á Kragamönnum
Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré

Höskuldur segir ótækt að boða ekki til flokksþings fyrir kosningar
Mikil óánægja er meðal Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi eftir að tillaga um að flýta flokksþingi flokksins var felld með naumum meirihluta í dag.