AIK og Hammarby gerðu markalaust jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Ögmundur Kristinsson hélt markinu hreinu fyrir Hammarby og voru þeir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason í byrjunarliðinu hjá liðinu.
Íslendingarnir léku allan leikinn fyrir Hammarby en Haukur Heiðar Hauksson var allan leikinn á bekknum hjá AIK.
Hammarby er í níunda sæti deildarinnar með 25 stig og AIK í því þriðja með 37 stig.
