Það gekk allt upp hjá okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2016 06:00 Blikastúlkur stóðu sig frábærlega í Wales. vísir/hanna „Við komum mjög vel undirbúnar fyrir leikinn. Þjálfararnir sögðu við okkur að þetta væri hörkulið þannig að við vorum vel gíraðar og keyrðum yfir þær í fyrri hálfleik,“ segir Blikastúlkan Hallbera Guðný Gísladóttir en Blikar unnu í gær riðil sinn í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þær urðu að vinna lokaleik sinn gegn Cardiff Met og það helst sannfærandi þar sem líklegt var að markatala myndi skera úr um sigurvegara riðilsins. Blikastúlkur svöruðu kalli þjálfara sinna með því að skora sex mörk á fyrsta hálftímanum og vinna leikinn 8-0 að lokum. Þær eru því komnar í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þær spiluðu hörmulegt leikkerfi á móti okkur. Vængirnir voru galopnir og það var veisla fyrir okkur Fanndísi og Svövu á vængjunum. Við áttum annars mjög góðan leik. Það er langt síðan boltinn hefur flotið svona vel hjá okkur og svo kláruðum við færin almennilega. Það hefur aðeins vantað upp á það,“ segir Hallbera. Blikastúlkur gerðu 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í fyrsta leik sínum. Voru með mikla yfirburði en fengu á sig jöfnunarmark í lokin. Það gerði riðilinn enn meira spennandi og því réð markatalan á milli þessara liða. Blikar enduðu með tíu fleiri mörk í plús en Spartak. „Í leiknum gegn Spartak vildi boltinn alls ekki inn. Það var sláin, stöngin og rétt fram hjá allan leikinn. Núna var það öfugt sem betur fer. Það var svo gaman hjá okkur á vellinum núna og allt gekk upp. Við slökuðum eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik en ef við hefðum haldið áfram af sama krafti þá hefðum við vel getað sett fleiri mörk. Það var líka komin þreyta eftir þrjá leiki á einni viku,“ segir Hallbera en þær höfðu ekki hugmynd um stöðuna í hinum leiknum. „Í stöðunni 6-0 vorum við samt frekar slakar og þjálfararnir hefðu örugglega verið æstari ef þetta hefði verið í einhverri hættu.“ Nú er að bíða og sjá hvað kemur upp úr pottinum í 32-liða úrslitunum. Hallbera á sér ekkert óskalið en vill gjarna sleppa við að fara til Rússlands. „Ég er ekki mjög hrifin af því að fljúga til Rússlands. Ég myndi jafnvel fórna mér frekar í lest. Það væri gaman að fá lið í Skandinavíu eða Ítalíu þar sem við eigum möguleika,“ segir Hallbera en hún vill forðast hákarla eins og Lyon þar til síðar í keppninni. „Það væri betra að spila við Lyon bara í Cardiff í úrslitaleiknum,“ segir Hallbera létt. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Sjá meira
„Við komum mjög vel undirbúnar fyrir leikinn. Þjálfararnir sögðu við okkur að þetta væri hörkulið þannig að við vorum vel gíraðar og keyrðum yfir þær í fyrri hálfleik,“ segir Blikastúlkan Hallbera Guðný Gísladóttir en Blikar unnu í gær riðil sinn í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þær urðu að vinna lokaleik sinn gegn Cardiff Met og það helst sannfærandi þar sem líklegt var að markatala myndi skera úr um sigurvegara riðilsins. Blikastúlkur svöruðu kalli þjálfara sinna með því að skora sex mörk á fyrsta hálftímanum og vinna leikinn 8-0 að lokum. Þær eru því komnar í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þær spiluðu hörmulegt leikkerfi á móti okkur. Vængirnir voru galopnir og það var veisla fyrir okkur Fanndísi og Svövu á vængjunum. Við áttum annars mjög góðan leik. Það er langt síðan boltinn hefur flotið svona vel hjá okkur og svo kláruðum við færin almennilega. Það hefur aðeins vantað upp á það,“ segir Hallbera. Blikastúlkur gerðu 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í fyrsta leik sínum. Voru með mikla yfirburði en fengu á sig jöfnunarmark í lokin. Það gerði riðilinn enn meira spennandi og því réð markatalan á milli þessara liða. Blikar enduðu með tíu fleiri mörk í plús en Spartak. „Í leiknum gegn Spartak vildi boltinn alls ekki inn. Það var sláin, stöngin og rétt fram hjá allan leikinn. Núna var það öfugt sem betur fer. Það var svo gaman hjá okkur á vellinum núna og allt gekk upp. Við slökuðum eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik en ef við hefðum haldið áfram af sama krafti þá hefðum við vel getað sett fleiri mörk. Það var líka komin þreyta eftir þrjá leiki á einni viku,“ segir Hallbera en þær höfðu ekki hugmynd um stöðuna í hinum leiknum. „Í stöðunni 6-0 vorum við samt frekar slakar og þjálfararnir hefðu örugglega verið æstari ef þetta hefði verið í einhverri hættu.“ Nú er að bíða og sjá hvað kemur upp úr pottinum í 32-liða úrslitunum. Hallbera á sér ekkert óskalið en vill gjarna sleppa við að fara til Rússlands. „Ég er ekki mjög hrifin af því að fljúga til Rússlands. Ég myndi jafnvel fórna mér frekar í lest. Það væri gaman að fá lið í Skandinavíu eða Ítalíu þar sem við eigum möguleika,“ segir Hallbera en hún vill forðast hákarla eins og Lyon þar til síðar í keppninni. „Það væri betra að spila við Lyon bara í Cardiff í úrslitaleiknum,“ segir Hallbera létt.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Sjá meira