Zayn og Giuseppi hittust í fyrsta skipti á tískuvikunni í París í fyrra og náðu ofboðslega vel saman, þá kviknaði fyrst hugmyndin um samstarf.
Hann tilkynnti samstarf þeirra með því að birta mynd á Instagram reikningi sínum í gær úr myndatöku sem birtist í tímaritinu GQ, en þar er hann einmitt í eigin hönnun. Forsmekkurinn af því sem koma skal og bíða margir spenntir.
