Elías Már Ómarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir IFK Gautaborg í dag þegar liðið vann 2-0 sigur á Falkenbergs FF í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Bæði mörkin komu í síðari hálfleik, en mörkin gerðu þeir Martin Smedberg og Emil Salomonsson af vítapunkinum.
Elías, sem kom á láni frá Vålerenga á dögunum, kom inná sem varamaður á 66. mínútu, en Hjálmar Jónsson sat allan tímann á bekknum.
Gautaborg er með 32 stig í þriðja sæti deildarinnar, en IFK Norrköping er á toppnum með 40 stig. Malmö er í öðru sætinu með 38 stig, en á þó leik til góða.
