Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 11:24 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir að prófkjör Pírata hafi verið „bömmer“ og „tóm skel.“ Þetta kemur fram á Facebook-síðu þingmannsins þar sem hann skrifar um prófkjörið en úrslit í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt í gærkvöldi. Þau Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Ásta Guðrún Helgadóttir röðuðu sér í efstu þrjú sætin en þau hafa öll setið á þingi fyrir Pírata. Alls kusu 1033 í prófkjörinu en um hundrað frambjóðendur tóku þátt. Að mati Össurar var þátttakan í prófkjörum Pírata skelfilega lítil: „Kosningakerfið virðist vera svo flókið að það þurfti sérstaka skrifstofu til að aðstoða menn við að skrá sig inn í kerfið. Fyrir vikið var þátttakan í prófkjörum mestu fjöldahreyfingar Íslandssögunnar skelfilega lítil. Í Suðurkjördæmi var fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði aðallega frambjóðendurnir sjálfir. Geri maður ráð fyrir því að fjölskyldur frambjóðendanna hafi stutt sitt fólk má ætla að einkum frambjóðendur og skyldulið hafi tekið þátt í prófkjörinu í Suðurkjördæmi,“ segir í færslu fyrrverandi ráðherrans. Þá fer hann einnig yfir prófkjörið í Norðausturkjördæmi „þar sem elítan henti Birni Þorlákssyni út – að hans sögn með plotti – tóku innan við 80 manns þátt í afgreiðslu listans. Í Reykjavík og Suð-vestur greiddu ríflega þúsund manns atkvæði um ríflega hundrað frambjóðendur. Tíundi hluti atkvæðanna voru því frambjóðendurnir sjálfir. Ef nánustu vinir og skyldulið eru með talin er líklegt að sárafáir úr hinni mörg þúsund manna grasrót hafi tekið þátt.“ Össur segir að það sama sé uppi á teningnum í kosningum um stefnu Pírata þar sem hann segir að sárafáir taki þátt sé miðað við allan þann fjölda fólks sem styðji flokkinn. Hann segir til að mynda miklu fleiri hafa tekið þátt þegar beint lýðræði var notað til að móta Evrópustefnu Samfylkingarinnar þegar hann var formaður flokksins. „Nálgunin, og viðleitnin til að beita raunverulegu lýðræði, er jákvæð og virðingarverð hjá Pírötum og sannarlega til eftirbreytni. Í framkvæmd er kerfið ekki að virka sérlega vel og virðist eiginlega vera tóm skel utan um góða og lýðræðislega hugmynd. Það býður heim hættunni á elítustjórnun einsog á Pírataspjallinu – sem eins og allir eiga nú orðið að vita á ekkert skylt við Pírata!“ Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar Össur sagði engan mun vera á Pírötum og Samfylkingunni; hann kvaðst að minnsta kosti ekki þekkja hann. Formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, brást við orðum þingmannsins og sagði Pírata ekki vera jafnaðarmenn líkt og samfylkingarfólk. Birgitta Jónsdóttir svaraði svo þeim orðum formannsins og spurði hvað það væri að vera jafnaðarmaður. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir að prófkjör Pírata hafi verið „bömmer“ og „tóm skel.“ Þetta kemur fram á Facebook-síðu þingmannsins þar sem hann skrifar um prófkjörið en úrslit í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt í gærkvöldi. Þau Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Ásta Guðrún Helgadóttir röðuðu sér í efstu þrjú sætin en þau hafa öll setið á þingi fyrir Pírata. Alls kusu 1033 í prófkjörinu en um hundrað frambjóðendur tóku þátt. Að mati Össurar var þátttakan í prófkjörum Pírata skelfilega lítil: „Kosningakerfið virðist vera svo flókið að það þurfti sérstaka skrifstofu til að aðstoða menn við að skrá sig inn í kerfið. Fyrir vikið var þátttakan í prófkjörum mestu fjöldahreyfingar Íslandssögunnar skelfilega lítil. Í Suðurkjördæmi var fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði aðallega frambjóðendurnir sjálfir. Geri maður ráð fyrir því að fjölskyldur frambjóðendanna hafi stutt sitt fólk má ætla að einkum frambjóðendur og skyldulið hafi tekið þátt í prófkjörinu í Suðurkjördæmi,“ segir í færslu fyrrverandi ráðherrans. Þá fer hann einnig yfir prófkjörið í Norðausturkjördæmi „þar sem elítan henti Birni Þorlákssyni út – að hans sögn með plotti – tóku innan við 80 manns þátt í afgreiðslu listans. Í Reykjavík og Suð-vestur greiddu ríflega þúsund manns atkvæði um ríflega hundrað frambjóðendur. Tíundi hluti atkvæðanna voru því frambjóðendurnir sjálfir. Ef nánustu vinir og skyldulið eru með talin er líklegt að sárafáir úr hinni mörg þúsund manna grasrót hafi tekið þátt.“ Össur segir að það sama sé uppi á teningnum í kosningum um stefnu Pírata þar sem hann segir að sárafáir taki þátt sé miðað við allan þann fjölda fólks sem styðji flokkinn. Hann segir til að mynda miklu fleiri hafa tekið þátt þegar beint lýðræði var notað til að móta Evrópustefnu Samfylkingarinnar þegar hann var formaður flokksins. „Nálgunin, og viðleitnin til að beita raunverulegu lýðræði, er jákvæð og virðingarverð hjá Pírötum og sannarlega til eftirbreytni. Í framkvæmd er kerfið ekki að virka sérlega vel og virðist eiginlega vera tóm skel utan um góða og lýðræðislega hugmynd. Það býður heim hættunni á elítustjórnun einsog á Pírataspjallinu – sem eins og allir eiga nú orðið að vita á ekkert skylt við Pírata!“ Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar Össur sagði engan mun vera á Pírötum og Samfylkingunni; hann kvaðst að minnsta kosti ekki þekkja hann. Formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, brást við orðum þingmannsins og sagði Pírata ekki vera jafnaðarmenn líkt og samfylkingarfólk. Birgitta Jónsdóttir svaraði svo þeim orðum formannsins og spurði hvað það væri að vera jafnaðarmaður.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Sjá meira
Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49
Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47