Fyrir mistök á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins: „Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 13:08 Magnús Lyngdal Magnússon er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð. „Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því,“ segir Magnús Lyngdal Magnússon aðstoðarmaður Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands en nafn hans var á lista sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér í gær yfir þá sem taka þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Magnús Lyngdal er nefnilega ekki í framboði í prófkjörinu heldur laganeminn Magnús Heimir Jónasson. „Ég fékk bara þá skýringu að þetta hafi verið einhver fljótfærni og að menn hafi farið mannavillt,“ segir Magnús. Hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð, meðal annars nú, en segist aldrei hafa ætlað í framboð í haust. Magnús segir aðspurður að málið hafi ekki valdið sér neinum óþægindum þó svo að síminn hafi ekki þagnað hjá honum í gær eftir að fréttatilkynning flokksins hafði verið send út. „Ég var búinn að segja mínum nánasta vinahópi að ég ætlaði ekki í framboð. Svo dúkkar nafnið mitt þarna upp og fólk hélt að ég væri orðinn eitthvað vitlaus.“Skjáskot af fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins sem send var út í gær.Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að um „heiðarleg mistök“ hafi verið að ræða. „Það var óvart farið mannavillt og einhvern veginn gerðist það hjá þeim sem taka á móti framboðum,“ segir Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðspurður hvort um sé að ræða einhverja óskhyggju hjá flokknum að vilja fá Magnús Lyngdal í framboð segir Gísli: „Auðvitað viljum við alltaf fá góða menn í framboð en þessi listi er í framboði núna. Okkur finnst að sjálfsögðu mjög góður en þessi ruglingur bara gerðist.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því,“ segir Magnús Lyngdal Magnússon aðstoðarmaður Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands en nafn hans var á lista sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér í gær yfir þá sem taka þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Magnús Lyngdal er nefnilega ekki í framboði í prófkjörinu heldur laganeminn Magnús Heimir Jónasson. „Ég fékk bara þá skýringu að þetta hafi verið einhver fljótfærni og að menn hafi farið mannavillt,“ segir Magnús. Hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð, meðal annars nú, en segist aldrei hafa ætlað í framboð í haust. Magnús segir aðspurður að málið hafi ekki valdið sér neinum óþægindum þó svo að síminn hafi ekki þagnað hjá honum í gær eftir að fréttatilkynning flokksins hafði verið send út. „Ég var búinn að segja mínum nánasta vinahópi að ég ætlaði ekki í framboð. Svo dúkkar nafnið mitt þarna upp og fólk hélt að ég væri orðinn eitthvað vitlaus.“Skjáskot af fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins sem send var út í gær.Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að um „heiðarleg mistök“ hafi verið að ræða. „Það var óvart farið mannavillt og einhvern veginn gerðist það hjá þeim sem taka á móti framboðum,“ segir Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðspurður hvort um sé að ræða einhverja óskhyggju hjá flokknum að vilja fá Magnús Lyngdal í framboð segir Gísli: „Auðvitað viljum við alltaf fá góða menn í framboð en þessi listi er í framboði núna. Okkur finnst að sjálfsögðu mjög góður en þessi ruglingur bara gerðist.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40