Fyrir mistök á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins: „Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 13:08 Magnús Lyngdal Magnússon er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð. „Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því,“ segir Magnús Lyngdal Magnússon aðstoðarmaður Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands en nafn hans var á lista sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér í gær yfir þá sem taka þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Magnús Lyngdal er nefnilega ekki í framboði í prófkjörinu heldur laganeminn Magnús Heimir Jónasson. „Ég fékk bara þá skýringu að þetta hafi verið einhver fljótfærni og að menn hafi farið mannavillt,“ segir Magnús. Hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð, meðal annars nú, en segist aldrei hafa ætlað í framboð í haust. Magnús segir aðspurður að málið hafi ekki valdið sér neinum óþægindum þó svo að síminn hafi ekki þagnað hjá honum í gær eftir að fréttatilkynning flokksins hafði verið send út. „Ég var búinn að segja mínum nánasta vinahópi að ég ætlaði ekki í framboð. Svo dúkkar nafnið mitt þarna upp og fólk hélt að ég væri orðinn eitthvað vitlaus.“Skjáskot af fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins sem send var út í gær.Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að um „heiðarleg mistök“ hafi verið að ræða. „Það var óvart farið mannavillt og einhvern veginn gerðist það hjá þeim sem taka á móti framboðum,“ segir Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðspurður hvort um sé að ræða einhverja óskhyggju hjá flokknum að vilja fá Magnús Lyngdal í framboð segir Gísli: „Auðvitað viljum við alltaf fá góða menn í framboð en þessi listi er í framboði núna. Okkur finnst að sjálfsögðu mjög góður en þessi ruglingur bara gerðist.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því,“ segir Magnús Lyngdal Magnússon aðstoðarmaður Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands en nafn hans var á lista sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér í gær yfir þá sem taka þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Magnús Lyngdal er nefnilega ekki í framboði í prófkjörinu heldur laganeminn Magnús Heimir Jónasson. „Ég fékk bara þá skýringu að þetta hafi verið einhver fljótfærni og að menn hafi farið mannavillt,“ segir Magnús. Hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð, meðal annars nú, en segist aldrei hafa ætlað í framboð í haust. Magnús segir aðspurður að málið hafi ekki valdið sér neinum óþægindum þó svo að síminn hafi ekki þagnað hjá honum í gær eftir að fréttatilkynning flokksins hafði verið send út. „Ég var búinn að segja mínum nánasta vinahópi að ég ætlaði ekki í framboð. Svo dúkkar nafnið mitt þarna upp og fólk hélt að ég væri orðinn eitthvað vitlaus.“Skjáskot af fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins sem send var út í gær.Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að um „heiðarleg mistök“ hafi verið að ræða. „Það var óvart farið mannavillt og einhvern veginn gerðist það hjá þeim sem taka á móti framboðum,“ segir Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðspurður hvort um sé að ræða einhverja óskhyggju hjá flokknum að vilja fá Magnús Lyngdal í framboð segir Gísli: „Auðvitað viljum við alltaf fá góða menn í framboð en þessi listi er í framboði núna. Okkur finnst að sjálfsögðu mjög góður en þessi ruglingur bara gerðist.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40