23 ára reynslubolti gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 17:42 Ísak vill verða fulltrúi yngstu kynslóðarinnar á þingi. Vísir/Aðsend Ísak Ernir Kristinsson, 23 ára verkefnastjóri og nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ísak vill verða fulltrúi sinnar kynslóðar, yngstu kynslóðarinnar á vinnumarkaði, á Alþingi. „Kynslóðin sem ég tilheyri, sem er yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, hefur á margan hátt aðra sýn og þarfir en fyrri kynslóðir. Það er mikilvægt að löggjafaþingið taki mið af þeirra þörfum, sérstaklega þegar kemur að menntamálum, velferðamálum og húsnæðismálum. Það er mikilvægt að þessi kynslóð eigi sér málsvara á Alþingi. Ég vil vera þeirra fulltrúi. Einnig er mikilvægt að ráðist verði í auknar úrbætur á samgöngukerfinu. Þar hefur fjárfestingaþörfin safnast upp í mörg ár,“ segir Ísak í tilkynningu. Hann rekur lítið gistiheimili ásamt fjölskyldu sinni í Reykjanesbæ og hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri og gegnt hinum ýmsum störfum fyrir flokkinn, m.a verið formaður Heimis, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur. Í dag er ég varaformaður Fulltrúaráðs SSF í Reykjanesbæ og einnig á ég sæti í stjórn SUS. Ég er sitjandi varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og sit í Velferðanefnd bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.“ Ísak gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en spennandi kosningar eru framundan fyrir kjördæmið þar sem þrír Sjálfstæðismenn, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra, Páll Magnússon umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni og fyrrum útvarpsstjóri og Ásmundur Friðriksson þingmaður hafa lýst yfir vilja til þess að leiða listann í komandi alþingiskosningum. Þá hyggur Árni Johnsen, fyrrum þingmaður sem hlaut uppreist æru árið 2006 eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum listans. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir fær harða samkeppni um fyrsta sætið. 10. ágúst 2016 17:01 Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Ísak Ernir Kristinsson, 23 ára verkefnastjóri og nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ísak vill verða fulltrúi sinnar kynslóðar, yngstu kynslóðarinnar á vinnumarkaði, á Alþingi. „Kynslóðin sem ég tilheyri, sem er yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, hefur á margan hátt aðra sýn og þarfir en fyrri kynslóðir. Það er mikilvægt að löggjafaþingið taki mið af þeirra þörfum, sérstaklega þegar kemur að menntamálum, velferðamálum og húsnæðismálum. Það er mikilvægt að þessi kynslóð eigi sér málsvara á Alþingi. Ég vil vera þeirra fulltrúi. Einnig er mikilvægt að ráðist verði í auknar úrbætur á samgöngukerfinu. Þar hefur fjárfestingaþörfin safnast upp í mörg ár,“ segir Ísak í tilkynningu. Hann rekur lítið gistiheimili ásamt fjölskyldu sinni í Reykjanesbæ og hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri og gegnt hinum ýmsum störfum fyrir flokkinn, m.a verið formaður Heimis, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur. Í dag er ég varaformaður Fulltrúaráðs SSF í Reykjanesbæ og einnig á ég sæti í stjórn SUS. Ég er sitjandi varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og sit í Velferðanefnd bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.“ Ísak gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en spennandi kosningar eru framundan fyrir kjördæmið þar sem þrír Sjálfstæðismenn, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra, Páll Magnússon umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni og fyrrum útvarpsstjóri og Ásmundur Friðriksson þingmaður hafa lýst yfir vilja til þess að leiða listann í komandi alþingiskosningum. Þá hyggur Árni Johnsen, fyrrum þingmaður sem hlaut uppreist æru árið 2006 eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum listans.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir fær harða samkeppni um fyrsta sætið. 10. ágúst 2016 17:01 Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir fær harða samkeppni um fyrsta sætið. 10. ágúst 2016 17:01
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent