Barcelona vann 0-2 sigur á Sevilla á fyrri leik liðanna um spænska Ofurbikarinn í kvöld.
Þessi árlegi leikur deildar- og bikarmeistaranna markar upphaf keppnistímabilsins á Spáni. Barcelona vann tvöfalt í fyrra en Sevilla komst í úrslit bikarkeppninnar og hlaut því þátttökurétt í þessum leik.
Staðan var markalaus í hálfleik en á 54. mínútu kom Luis Suárez Barcelona yfir með góðu skoti eftir að Arda Turan lagði boltann á hann með bringunni.
Varamaðurinn Munir El Haddadi skoraði seinna mark Börsunga níu mínútum fyrir leikslok eftir sendingu Lionels Messi inn fyrir vörn Sevilla.
Seinni leikurinn fer fram á Nývangi á miðvikudaginn.
