Hraðasti trukkur heims Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 09:31 Volvo hefur sett 2.400 hestafla vél í einn af sínum flutningabílum og ætlar að reyna við hraðaheimsmet trukka með honum. Vélin í trukknum er D13 dísilvél frá Volvo sem í grunngerð er 500 hestöfl en Volvo hefur bætt við fjórum forþjöppum á vélina og öflugum vatnskældum keflablásara og með því er vélin í honum orðin2.400 hestöfl. Í grunngerð þessarar vélar togar hún 2.500 Nm en með breytingunni er hún komin í 6.000 Nm tog. Þennan trukk kalla Volvo menn Iron Knight og hann á að slá við 2.000 hestafla trukki sem setti hraðamet á meðal trukka árið 2011 og var hann einnig frá Volvo. Sjá má trukkinn öfluga taka spyrnu í myndskeiðinu hér að ofan. Þrátt fyrir að vega heil 4,5 tonn er hann ári snöggur úr sporunum og gæti hæglega keppt við ofuröfluga sportbíla. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent
Volvo hefur sett 2.400 hestafla vél í einn af sínum flutningabílum og ætlar að reyna við hraðaheimsmet trukka með honum. Vélin í trukknum er D13 dísilvél frá Volvo sem í grunngerð er 500 hestöfl en Volvo hefur bætt við fjórum forþjöppum á vélina og öflugum vatnskældum keflablásara og með því er vélin í honum orðin2.400 hestöfl. Í grunngerð þessarar vélar togar hún 2.500 Nm en með breytingunni er hún komin í 6.000 Nm tog. Þennan trukk kalla Volvo menn Iron Knight og hann á að slá við 2.000 hestafla trukki sem setti hraðamet á meðal trukka árið 2011 og var hann einnig frá Volvo. Sjá má trukkinn öfluga taka spyrnu í myndskeiðinu hér að ofan. Þrátt fyrir að vega heil 4,5 tonn er hann ári snöggur úr sporunum og gæti hæglega keppt við ofuröfluga sportbíla.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent