Hraðasti trukkur heims Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 09:31 Volvo hefur sett 2.400 hestafla vél í einn af sínum flutningabílum og ætlar að reyna við hraðaheimsmet trukka með honum. Vélin í trukknum er D13 dísilvél frá Volvo sem í grunngerð er 500 hestöfl en Volvo hefur bætt við fjórum forþjöppum á vélina og öflugum vatnskældum keflablásara og með því er vélin í honum orðin2.400 hestöfl. Í grunngerð þessarar vélar togar hún 2.500 Nm en með breytingunni er hún komin í 6.000 Nm tog. Þennan trukk kalla Volvo menn Iron Knight og hann á að slá við 2.000 hestafla trukki sem setti hraðamet á meðal trukka árið 2011 og var hann einnig frá Volvo. Sjá má trukkinn öfluga taka spyrnu í myndskeiðinu hér að ofan. Þrátt fyrir að vega heil 4,5 tonn er hann ári snöggur úr sporunum og gæti hæglega keppt við ofuröfluga sportbíla. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Volvo hefur sett 2.400 hestafla vél í einn af sínum flutningabílum og ætlar að reyna við hraðaheimsmet trukka með honum. Vélin í trukknum er D13 dísilvél frá Volvo sem í grunngerð er 500 hestöfl en Volvo hefur bætt við fjórum forþjöppum á vélina og öflugum vatnskældum keflablásara og með því er vélin í honum orðin2.400 hestöfl. Í grunngerð þessarar vélar togar hún 2.500 Nm en með breytingunni er hún komin í 6.000 Nm tog. Þennan trukk kalla Volvo menn Iron Knight og hann á að slá við 2.000 hestafla trukki sem setti hraðamet á meðal trukka árið 2011 og var hann einnig frá Volvo. Sjá má trukkinn öfluga taka spyrnu í myndskeiðinu hér að ofan. Þrátt fyrir að vega heil 4,5 tonn er hann ári snöggur úr sporunum og gæti hæglega keppt við ofuröfluga sportbíla.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent