Ég þekki hvert strá á vellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2016 06:00 Umhyggja fékk eina milljón króna í ár. mynd/haukur óskarsson Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í gær. Þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Líkt og á fyrsta mótinu 1997 var leikið í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna. Að mótinu loknu afhenti Atli Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, Hákoni Hákonarsyni frá Umhyggju ávísun upp á eina milljón króna. Tíu af bestu kylfingum landsins var boðið að taka þátt. Eins og venjulega var byrjað á níu holu höggleik um morguninn. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þar til tveir stóðu eftir. Að þessu sinni stóðu þeir Aron Snær Júlíusson, sigurvegarinn frá því í fyrra, og heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson síðastir eftir. Það fór svo að lokum að Oddur hafði betur eftir bráðabana og fagnaði því sigri í frumraun sinni á mótinu en hann öðlaðist þátttökurétt með því að vera klúbbmeistari Nesklúbbsins 2016. „Þetta gekk mjög vel. Ég spilaði höggleikinn um morguninn mjög vel og svo hélt ég áfram að gera það sama eftir hádegi. Þetta gekk vonum framar. Ég bjóst kannski ekki við því sigra, ég ætlaði bara taka eina holu fyrir í einu,“ sagði Oddur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi 29 ára kylfingur þekkir Nesvöllinn betur en flestir og hann segir það hafa hjálpað til. „Ég þekki þennan völl eins og handarbakið á mér. Ég er búinn að vera í Nesklúbbnum síðan 1999 og var vallarstarfsmaður í átta ár. Það má því segja að ég þekki hvert strá á vellinum. Það hjálpaði til að þekkja völlinn betur en þeir sem ég spilaði á móti,“ sagði Oddur sem hefur verið lengi að þótt hann sé ekki þekktasta nafnið í bransanum. „Ég er búinn að spila golf síðan ég var krakki. Ég spilaði á unglingamótaröðinni og á Eimskipsmótaröðinni í mörg ár en hef lítið spilað undanfarin tvö ár vegna vinnu og annarra anna,“ sagði Oddur sem starfar sem flugþjónn auk þess sem hann leggur stund á flugnám. Oddur hrósaði hinum efnilega Aroni Snæ en þeir áttust við á lokaholunni eins og áður sagði. „Hann spilaði frábærlega í dag [í gær]. Hann gerði það sama í fyrra og ég gerði í ár, að vinna í fyrsta sinn sem hann tók þátt. Það virðist sem maður þurfi að passa sig á þeim sem taka þátt í fyrsta sinn á næsta ári. Það er ljóst,“ sagði Oddur í léttum dúr að lokum. Golf Tengdar fréttir Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. 1. ágúst 2016 18:02 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í gær. Þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Líkt og á fyrsta mótinu 1997 var leikið í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna. Að mótinu loknu afhenti Atli Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, Hákoni Hákonarsyni frá Umhyggju ávísun upp á eina milljón króna. Tíu af bestu kylfingum landsins var boðið að taka þátt. Eins og venjulega var byrjað á níu holu höggleik um morguninn. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þar til tveir stóðu eftir. Að þessu sinni stóðu þeir Aron Snær Júlíusson, sigurvegarinn frá því í fyrra, og heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson síðastir eftir. Það fór svo að lokum að Oddur hafði betur eftir bráðabana og fagnaði því sigri í frumraun sinni á mótinu en hann öðlaðist þátttökurétt með því að vera klúbbmeistari Nesklúbbsins 2016. „Þetta gekk mjög vel. Ég spilaði höggleikinn um morguninn mjög vel og svo hélt ég áfram að gera það sama eftir hádegi. Þetta gekk vonum framar. Ég bjóst kannski ekki við því sigra, ég ætlaði bara taka eina holu fyrir í einu,“ sagði Oddur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi 29 ára kylfingur þekkir Nesvöllinn betur en flestir og hann segir það hafa hjálpað til. „Ég þekki þennan völl eins og handarbakið á mér. Ég er búinn að vera í Nesklúbbnum síðan 1999 og var vallarstarfsmaður í átta ár. Það má því segja að ég þekki hvert strá á vellinum. Það hjálpaði til að þekkja völlinn betur en þeir sem ég spilaði á móti,“ sagði Oddur sem hefur verið lengi að þótt hann sé ekki þekktasta nafnið í bransanum. „Ég er búinn að spila golf síðan ég var krakki. Ég spilaði á unglingamótaröðinni og á Eimskipsmótaröðinni í mörg ár en hef lítið spilað undanfarin tvö ár vegna vinnu og annarra anna,“ sagði Oddur sem starfar sem flugþjónn auk þess sem hann leggur stund á flugnám. Oddur hrósaði hinum efnilega Aroni Snæ en þeir áttust við á lokaholunni eins og áður sagði. „Hann spilaði frábærlega í dag [í gær]. Hann gerði það sama í fyrra og ég gerði í ár, að vinna í fyrsta sinn sem hann tók þátt. Það virðist sem maður þurfi að passa sig á þeim sem taka þátt í fyrsta sinn á næsta ári. Það er ljóst,“ sagði Oddur í léttum dúr að lokum.
Golf Tengdar fréttir Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. 1. ágúst 2016 18:02 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. 1. ágúst 2016 18:02
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti