Netverslunarrisinn Amazon er orðinn fjórða verðmætasta fyrirtæki Bandaríkjanna, mælt í markaðsvirði, eftir hækkanir í síðustu viku.
Amazon flaug þannig framhjá Exxon Mobil, sem er nú komið í sjötta sæti á eftir Facebook. Amazon hefur hækkað um þrjú sæti á listanum frá því að ársfjórðungsuppgjör Amazon var kynnt í síðustu viku.
Markaðsvirði Amazon er 364 milljarðar dollarar, á meðan markaðsvirði Facebook er 356,9 milljarðar dollara. Apple er í dag verðmætasta fyrirtæki Bandaríkjanna með rúmlega 570 milljarða dollara markaðsvirði, þar á eftir er Alphabet (móðurfélag Google) með tæplega 550 milljarða dollara markaðsvirði og í þriðja sæti er Microsoft með 440,9 milljarða dollara markaðsvirði.
Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi Amazon, varð nýlega þriðji ríkasti maður heims.
