Regnbogafáni málaður á húsvegg í Strandgötu í Hafnarfirði Atli Ísleifsson skrifar 3. ágúst 2016 15:31 Strandgata 4. Mynd/Hafnarfjarðarbær Regnbogafáni hefur verið málaður á vegg hússins við Strandgötu 4 í tilefni Hinsegin daga sem hófust í gær. Í tilkynningu frá bæjarskrifstofunni segir að Hafnarfjarðarbær sé með þessu að fagna fjölbreytileikanum og koma upp minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegins fólks og áminningu um áframhaldandi baráttu fyrir fordómalausu samfélagi og jöfnum tækifærum fyrir alla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Bersann – félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir að Hafnarfjarðarbær hafi tekið virkan þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga síðustu ár og muni í ár ganga undir slagorðinu: „Mannkynið er okkar kynþáttur. Ást er okkar trú.“ Um þrjátíu ungmenni á aldrinum fimmtán til 22 ára munu leiða framlag bæjarins til göngunnar og það undir stjórn Jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir að bærinn hafi í fyrra rutt veginn með samningi við Samtökin ´78 um fræðslustarf sem hafi það að markmiði að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegins fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. „Fræðslan hefst í grunnskólum Hafnarfjarðar nú á haustmánuðum. Í Gleðigöngunni í ár ætlum við að fagna sýndum árangri og vekja fólk til umhugsunar með innihaldsríku slagorði sem færir boðskap sem allir geta tekið til sín og tileinkað sér,“ segir Haraldur.Framlag Hafnarfjarðarbæjar er í höndum jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Hér má sjá hópinn með bæjarstjóra Hafnafjarðarbæjar, fræðslustjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni Vinnuskóla Hafnarfjarðar.Mynd/Hafnarfjarðarbær Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Páll Óskar er nú að undirbúa heljarinnar veislu fyrir gönguna á laugardaginn. 2. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Regnbogafáni hefur verið málaður á vegg hússins við Strandgötu 4 í tilefni Hinsegin daga sem hófust í gær. Í tilkynningu frá bæjarskrifstofunni segir að Hafnarfjarðarbær sé með þessu að fagna fjölbreytileikanum og koma upp minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegins fólks og áminningu um áframhaldandi baráttu fyrir fordómalausu samfélagi og jöfnum tækifærum fyrir alla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Bersann – félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir að Hafnarfjarðarbær hafi tekið virkan þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga síðustu ár og muni í ár ganga undir slagorðinu: „Mannkynið er okkar kynþáttur. Ást er okkar trú.“ Um þrjátíu ungmenni á aldrinum fimmtán til 22 ára munu leiða framlag bæjarins til göngunnar og það undir stjórn Jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir að bærinn hafi í fyrra rutt veginn með samningi við Samtökin ´78 um fræðslustarf sem hafi það að markmiði að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegins fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. „Fræðslan hefst í grunnskólum Hafnarfjarðar nú á haustmánuðum. Í Gleðigöngunni í ár ætlum við að fagna sýndum árangri og vekja fólk til umhugsunar með innihaldsríku slagorði sem færir boðskap sem allir geta tekið til sín og tileinkað sér,“ segir Haraldur.Framlag Hafnarfjarðarbæjar er í höndum jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Hér má sjá hópinn með bæjarstjóra Hafnafjarðarbæjar, fræðslustjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni Vinnuskóla Hafnarfjarðar.Mynd/Hafnarfjarðarbær
Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Páll Óskar er nú að undirbúa heljarinnar veislu fyrir gönguna á laugardaginn. 2. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00
Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Páll Óskar er nú að undirbúa heljarinnar veislu fyrir gönguna á laugardaginn. 2. ágúst 2016 13:30