Enn langt í land í réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 16:36 Meðal þess sem þarf að gera að mati formanns Intersex Íslands er að bæta löggjöf um stöðu og réttindi intersex fólks. Vísir/Hanna Ekkert í íslenskum lagaramma verndar réttindi intersex fólks með einum né neinum hætti. Ísland hefur jafnframt náð gríðarlegum framförum í réttindabaráttu hinsegin fólks en ýmislegt er enn eftir ógert, ætlum við að vera framarlega á heimsmælikvarða. Þetta er meðal þess sem kom fram á hádegisfundi í Iðnó í dag. Fundurinn hafði yfirskriftina Hinsegin réttindabarátta á Íslandi fyrr og nú og var liður í dagskrá Hinsegin daga sem hófust í gær. Þema Hinsegin daga í ár er „Sagan okkar – saga hinsegin fólks.“ Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Íris Ellenberger, nýdoktor í sagnfræði, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, varaformaður Trans Íslands og Kitty Anderson, formaður Intersex Íslands, fluttu erindi.Frumvarp um réttindi trans- og intersex fólks á lokametrunum Í erindi sínu sögðu Kitty Anderson, formaður Intersex Íslands og Ugla Stefanía Kristjönudóttur Jónsdóttir, varaformaður Trans Íslands meðal annars frá nýju frumvarpi um réttindi trans- og intersex fólks á Íslandi. „Frumvarpið verður vonandi sett fram á næsta þingi, ef það verður kosið í haust,“ segir Kitty í samtali við Vísi. Ugla og Kitty stofnuðu að eigin frumkvæði vinnuhóp sem hefur unnið að frumvarpinu frá í fyrra, en þær hafa fengið vilyrði um stuðning frá þingmönnum allra flokka. Í erindi sínu sögðu þær meðal annars frá því að á meðan Íslendingar hreyki sig oft af því að vera framarlega þegar kemur að réttindum samkynhneigðra, höfum við nýlega dregist aftur úr. Á svokölluðu Regnbogakorti, sem evrópusamtök hinsegin fólks gefa út árlega, er Ísland í fjórtánda sæti og öll önnur norðurlönd standa framar en Ísland í málaflokkinum. Malta trónir á toppnum en þar voru framsækin lög um stöðu og réttindi trans- og intersex fólks samþykkt í apríl í fyrra. Í erindi Kitty og Uglu kom einnig fram að lög um réttarstöðu transfólks á Íslandi, sem samþykkt voru árið 2012, séu orðin úrelt. „Það voru samþykktar verklagsreglur árið 2011 frá World Professional organization for transgender health [sem gæti útlagst sem alheimssamtök sérfræðinga um heilbrigði transfólks] og þessi lög voru ekki gerð í samræmi við þær, þrátt fyrir að vera staðfest um það bil ári seinna. Lögin standast ekki önnur lög í dag," sagði Ugla.Baldur Þórhallsson fór yfir baráttu samkynhneigðra í erindi sínu í Iðnó í dag.Vísir/HannaEitt hómófóbískasta samfélag vestur Evrópu verður eitt það frjálslyndastaBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands rakti sögu réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi í sex skrefum. Fyrsta skrefið lýsir kúgun í valdi þagnarinnar, þar sem látið er eins og samkynhneigðir séu ekki til. Sjötta stigið verður að veruleika þegar samkynhneigðum hefur verið tryggð sömu lagaleg réttindi og gagnkynhneigðum. Baldur sagði jafnframt að rannsóknir Ólafs Þ. Harðarssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafa sýnt að Ísland hafi verið eitt hómófóbískasta samfélag í vestur Evrópu á árunum 1981-1982 en í dag sé það eitt það frjálslyndasta. Baldur lagði jafnframt áherslu á að þó að þeim árangri hafi verið náð verði barátta gegn fyrirlitningu og fjandskap í garð hinsegin fólks að halda áfram, á sama hátt og konur verði að halda áfram að berjast fyrir jafnri samfélagsstöðu á við karla. „Gleymum því heldur ekki að annað hinsegin fólk stendur í sinni baráttu miðri rétt eins og samkynhneigðir á árum áður,“ sagði Baldur að lokum.Hinsegin dagar hófust í gær og var fundurinn liður í dagskrá þeirra.Vísir/HannaSigurganga samkynja para Íris Ellenberger, nýdoktor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fór yfir söguskoðun hinseginbaráttunnar. Íris sagði að samkynhneigt fólk kæmi inn úr þokunni eftir miðja 20. öld og eru aðallega karlar í vanda vegna fordóma meirihlutasamfélagsins. Í kjölfarið hafi komið fram ný og drífandi kynslóð ungs fólks sem sættir sig ekki við að vera álitið afbrigðilegt og misréttið sem því fylgir. Í kjölfarið eru Samtökin '78 stofnuð og barátta hinsegin fólks öðlaust aukið vægi. Hægt og rólega öðlast hinsegin fólk aukin réttindi, lagaleg og samfélagsleg. Velgengnin er mæld með því hve margir horfa á gleðigönguna og lagasetningum sem miða að auknum réttindum samkynja para til að stofna fjölskyldu. Íris bendir á að ríkjandi söguskoðun réttindabaráttu hinsegin fólks sé ef til vill eitthvað skekkt. Hún sé yfirleitt máluð sem sigurganga, bæði hinsegin fólks og þjóðar sem fór úr því að vera kúgandi og fordómafullt samfélag í það a vera leiðandi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Þá benti Íris á að þetta stingi í stúf við það sem kemur fram á regnbogakorti evrópusamtaka hinseginfólks. Íris sagði jafnframt að söguskoðunin miðist nær algerlega við sískynja samkynja pör, og ýti undir normalíseringu og samlögun. Að lokum standi eftir skilgreining á hinsegin fólki sem þröngur afmarkaður hópur fólks sem er samfélagslega ásættanlegt. „Þá stendur kannski eftir spurningin um hvers vegna við segjum þessa sögu út frá nákvæmlega þessu sjónarhorni en ekki einhverju öðru. Til dæmis frá því sjónarhorni að réttindabaráttan hafi orðið samlögun að bráð, sem er alveg jafnréttlætanlegt sjónarhorn og sigurgangan þótt það sé meira niðurdrepandi.“ Dagskrá Hinsegin daga nær hámarki næstkomandi laugardag með gleðigöngunni og hátíðardagskrá við Arnarhól. Hinsegin Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ekkert í íslenskum lagaramma verndar réttindi intersex fólks með einum né neinum hætti. Ísland hefur jafnframt náð gríðarlegum framförum í réttindabaráttu hinsegin fólks en ýmislegt er enn eftir ógert, ætlum við að vera framarlega á heimsmælikvarða. Þetta er meðal þess sem kom fram á hádegisfundi í Iðnó í dag. Fundurinn hafði yfirskriftina Hinsegin réttindabarátta á Íslandi fyrr og nú og var liður í dagskrá Hinsegin daga sem hófust í gær. Þema Hinsegin daga í ár er „Sagan okkar – saga hinsegin fólks.“ Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Íris Ellenberger, nýdoktor í sagnfræði, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, varaformaður Trans Íslands og Kitty Anderson, formaður Intersex Íslands, fluttu erindi.Frumvarp um réttindi trans- og intersex fólks á lokametrunum Í erindi sínu sögðu Kitty Anderson, formaður Intersex Íslands og Ugla Stefanía Kristjönudóttur Jónsdóttir, varaformaður Trans Íslands meðal annars frá nýju frumvarpi um réttindi trans- og intersex fólks á Íslandi. „Frumvarpið verður vonandi sett fram á næsta þingi, ef það verður kosið í haust,“ segir Kitty í samtali við Vísi. Ugla og Kitty stofnuðu að eigin frumkvæði vinnuhóp sem hefur unnið að frumvarpinu frá í fyrra, en þær hafa fengið vilyrði um stuðning frá þingmönnum allra flokka. Í erindi sínu sögðu þær meðal annars frá því að á meðan Íslendingar hreyki sig oft af því að vera framarlega þegar kemur að réttindum samkynhneigðra, höfum við nýlega dregist aftur úr. Á svokölluðu Regnbogakorti, sem evrópusamtök hinsegin fólks gefa út árlega, er Ísland í fjórtánda sæti og öll önnur norðurlönd standa framar en Ísland í málaflokkinum. Malta trónir á toppnum en þar voru framsækin lög um stöðu og réttindi trans- og intersex fólks samþykkt í apríl í fyrra. Í erindi Kitty og Uglu kom einnig fram að lög um réttarstöðu transfólks á Íslandi, sem samþykkt voru árið 2012, séu orðin úrelt. „Það voru samþykktar verklagsreglur árið 2011 frá World Professional organization for transgender health [sem gæti útlagst sem alheimssamtök sérfræðinga um heilbrigði transfólks] og þessi lög voru ekki gerð í samræmi við þær, þrátt fyrir að vera staðfest um það bil ári seinna. Lögin standast ekki önnur lög í dag," sagði Ugla.Baldur Þórhallsson fór yfir baráttu samkynhneigðra í erindi sínu í Iðnó í dag.Vísir/HannaEitt hómófóbískasta samfélag vestur Evrópu verður eitt það frjálslyndastaBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands rakti sögu réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi í sex skrefum. Fyrsta skrefið lýsir kúgun í valdi þagnarinnar, þar sem látið er eins og samkynhneigðir séu ekki til. Sjötta stigið verður að veruleika þegar samkynhneigðum hefur verið tryggð sömu lagaleg réttindi og gagnkynhneigðum. Baldur sagði jafnframt að rannsóknir Ólafs Þ. Harðarssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafa sýnt að Ísland hafi verið eitt hómófóbískasta samfélag í vestur Evrópu á árunum 1981-1982 en í dag sé það eitt það frjálslyndasta. Baldur lagði jafnframt áherslu á að þó að þeim árangri hafi verið náð verði barátta gegn fyrirlitningu og fjandskap í garð hinsegin fólks að halda áfram, á sama hátt og konur verði að halda áfram að berjast fyrir jafnri samfélagsstöðu á við karla. „Gleymum því heldur ekki að annað hinsegin fólk stendur í sinni baráttu miðri rétt eins og samkynhneigðir á árum áður,“ sagði Baldur að lokum.Hinsegin dagar hófust í gær og var fundurinn liður í dagskrá þeirra.Vísir/HannaSigurganga samkynja para Íris Ellenberger, nýdoktor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fór yfir söguskoðun hinseginbaráttunnar. Íris sagði að samkynhneigt fólk kæmi inn úr þokunni eftir miðja 20. öld og eru aðallega karlar í vanda vegna fordóma meirihlutasamfélagsins. Í kjölfarið hafi komið fram ný og drífandi kynslóð ungs fólks sem sættir sig ekki við að vera álitið afbrigðilegt og misréttið sem því fylgir. Í kjölfarið eru Samtökin '78 stofnuð og barátta hinsegin fólks öðlaust aukið vægi. Hægt og rólega öðlast hinsegin fólk aukin réttindi, lagaleg og samfélagsleg. Velgengnin er mæld með því hve margir horfa á gleðigönguna og lagasetningum sem miða að auknum réttindum samkynja para til að stofna fjölskyldu. Íris bendir á að ríkjandi söguskoðun réttindabaráttu hinsegin fólks sé ef til vill eitthvað skekkt. Hún sé yfirleitt máluð sem sigurganga, bæði hinsegin fólks og þjóðar sem fór úr því að vera kúgandi og fordómafullt samfélag í það a vera leiðandi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Þá benti Íris á að þetta stingi í stúf við það sem kemur fram á regnbogakorti evrópusamtaka hinseginfólks. Íris sagði jafnframt að söguskoðunin miðist nær algerlega við sískynja samkynja pör, og ýti undir normalíseringu og samlögun. Að lokum standi eftir skilgreining á hinsegin fólki sem þröngur afmarkaður hópur fólks sem er samfélagslega ásættanlegt. „Þá stendur kannski eftir spurningin um hvers vegna við segjum þessa sögu út frá nákvæmlega þessu sjónarhorni en ekki einhverju öðru. Til dæmis frá því sjónarhorni að réttindabaráttan hafi orðið samlögun að bráð, sem er alveg jafnréttlætanlegt sjónarhorn og sigurgangan þótt það sé meira niðurdrepandi.“ Dagskrá Hinsegin daga nær hámarki næstkomandi laugardag með gleðigöngunni og hátíðardagskrá við Arnarhól.
Hinsegin Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira