Kostuleg mynd hefur nú komist upp á yfirborðið þar sem má sjá Jared heillast af einu dressinu á Gucci tískusýningu. Það sem gerir myndina enn skemmtilegri er að hann klæddist einmitt því dressi á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Suicide Squad.
Myndirnar af augnablikinu sem Jared verður ásfanginn af fötunum má sjá hér fyrir neðan.
