Flokksvélarnar ræstar eftir sumarfrí Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. ágúst 2016 07:00 „Mér þykir það ekki boðlegt að við förum af stað í þessa vinnu án þess að vita hvenær þingið eigi að klárast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig megi knýja fram dagsetningu Alþingiskosninga. „Nú er Sigurður Ingi að tala um það að koma fram með frumvarp um hlutfallslegt afnám verðtryggingar og eitthvað álíka. Ef þú ert að bæta svona stórum málum ofan á það sem fyrir er þá erum við að tala um þing minnst til áramóta og þá þarf að afgreiða fjárlög,“ segir Birgitta. „Þetta er allt saman mjög skrítið og það eru alltaf að koma einhverjar nýjar vendingar.“Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrir sig nema að dagsetning kosninga liggi fyrir.Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir dónaskap við þingið og þjóðina að ekki sé búið að ákveða dagsetningu þingkosninga. „Ég held að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrr en kjördagur er kominn. Það er ekki þannig að það sé bara stjórnarandstaðan sem þolir ekki þessa óvissu í landinu, fólkið vill fá að vita þetta. Það eru fleiri með plön en bara stjórnmálaflokkarnir,“ segir Oddný. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn byrjaðan að stilla upp listum en að skortur á dagsetningu Alþingiskosninga reynist uppstillingarstarfinu erfitt. „Maður finnur fyrir því að það er ekkert sérlega gaman að biðja fólk um að gefa kost á sér í kosningum sem þau vita ekki hvort verða haldnar eða hvenær verða haldnar,“ segir Óttarr. Allir flokkarnir á Alþingi eru farnir að huga að undirbúningi kosninga í haust þrátt fyrir að óvissa sé um dagsetningu þeirra. Stjórnmál Þrátt fyrir þá óvissu með dagsetningu Alþingiskosninga eru allir stjórnmálaflokkarnir byrjaðir að huga að kosningum. Framsóknarflokkurinn er skemmst á veg kominn enda hafa sumir þingmenn hans haft uppi efasemdir um að æskilegt væri að kjósa í haust. Kjördæmasamband flokksins í Reykjavík er það eina sem hefur boðað til kjördæmaþings þar sem valið er á lista flokksins en það verður haldið í lok mánaðar. Kjördæmasamböndin í öðrum kjördæmum funda einnig síðar í mánuðinum til að ákvarða með hvaða hætti valið verði á lista.Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn nýtast við uppstillingar til að forðast óþarfa bræðravíg.Sjálfstæðismenn hafa boðað til prófkjara í öllum kjördæmum að norðausturkjördæmi undanskildu þar sem kjördæmaþing velur á lista. Niðurstaða prófkjara Sjálfstæðisflokksins liggja fyrir í byrjun september. Búið er að kjósa á lista Pírata í norðausturkjördæmi en Einar Brynjólfsson, framhaldsskólakennari, leiðir lista Pírata þar. Þá eru prófkjör í öllum kjördæmum hjá Pírötum og liggja niðurstöður fyrir í ágústmánuði. Á höfuðborgarsvæðinu er fordæmalaus fjöldi frambjóðenda í prófkjöri Pírata en þeir eru yfir 100 talsins. Samfylkingin heldur flokksval í öllum kjördæmum nema suður- og norðausturkjördæmum. Þar mun uppstillingarnefnd stilla upp á lista. Stillt var upp á lista Vinstri Grænna í norðausturkjördæmi, en Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þá er stillt upp í Reykjavík og í suðurkjördæmi. Forval verður haldið í norðvesturkjördæmi og enn á eftir að ákvarða hvernig valið er á framboðslista í suðvesturkjördæmi. „Við höfum verið með uppstillingarnefndir að störfum til að koma í veg fyrir þau bræðravíg sem fylgja prófkjörunum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar en Björt framtíð og Viðreisn nýta uppstillingarnefndir til að velja á sína lista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
„Mér þykir það ekki boðlegt að við förum af stað í þessa vinnu án þess að vita hvenær þingið eigi að klárast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig megi knýja fram dagsetningu Alþingiskosninga. „Nú er Sigurður Ingi að tala um það að koma fram með frumvarp um hlutfallslegt afnám verðtryggingar og eitthvað álíka. Ef þú ert að bæta svona stórum málum ofan á það sem fyrir er þá erum við að tala um þing minnst til áramóta og þá þarf að afgreiða fjárlög,“ segir Birgitta. „Þetta er allt saman mjög skrítið og það eru alltaf að koma einhverjar nýjar vendingar.“Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrir sig nema að dagsetning kosninga liggi fyrir.Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir dónaskap við þingið og þjóðina að ekki sé búið að ákveða dagsetningu þingkosninga. „Ég held að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrr en kjördagur er kominn. Það er ekki þannig að það sé bara stjórnarandstaðan sem þolir ekki þessa óvissu í landinu, fólkið vill fá að vita þetta. Það eru fleiri með plön en bara stjórnmálaflokkarnir,“ segir Oddný. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn byrjaðan að stilla upp listum en að skortur á dagsetningu Alþingiskosninga reynist uppstillingarstarfinu erfitt. „Maður finnur fyrir því að það er ekkert sérlega gaman að biðja fólk um að gefa kost á sér í kosningum sem þau vita ekki hvort verða haldnar eða hvenær verða haldnar,“ segir Óttarr. Allir flokkarnir á Alþingi eru farnir að huga að undirbúningi kosninga í haust þrátt fyrir að óvissa sé um dagsetningu þeirra. Stjórnmál Þrátt fyrir þá óvissu með dagsetningu Alþingiskosninga eru allir stjórnmálaflokkarnir byrjaðir að huga að kosningum. Framsóknarflokkurinn er skemmst á veg kominn enda hafa sumir þingmenn hans haft uppi efasemdir um að æskilegt væri að kjósa í haust. Kjördæmasamband flokksins í Reykjavík er það eina sem hefur boðað til kjördæmaþings þar sem valið er á lista flokksins en það verður haldið í lok mánaðar. Kjördæmasamböndin í öðrum kjördæmum funda einnig síðar í mánuðinum til að ákvarða með hvaða hætti valið verði á lista.Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn nýtast við uppstillingar til að forðast óþarfa bræðravíg.Sjálfstæðismenn hafa boðað til prófkjara í öllum kjördæmum að norðausturkjördæmi undanskildu þar sem kjördæmaþing velur á lista. Niðurstaða prófkjara Sjálfstæðisflokksins liggja fyrir í byrjun september. Búið er að kjósa á lista Pírata í norðausturkjördæmi en Einar Brynjólfsson, framhaldsskólakennari, leiðir lista Pírata þar. Þá eru prófkjör í öllum kjördæmum hjá Pírötum og liggja niðurstöður fyrir í ágústmánuði. Á höfuðborgarsvæðinu er fordæmalaus fjöldi frambjóðenda í prófkjöri Pírata en þeir eru yfir 100 talsins. Samfylkingin heldur flokksval í öllum kjördæmum nema suður- og norðausturkjördæmum. Þar mun uppstillingarnefnd stilla upp á lista. Stillt var upp á lista Vinstri Grænna í norðausturkjördæmi, en Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þá er stillt upp í Reykjavík og í suðurkjördæmi. Forval verður haldið í norðvesturkjördæmi og enn á eftir að ákvarða hvernig valið er á framboðslista í suðvesturkjördæmi. „Við höfum verið með uppstillingarnefndir að störfum til að koma í veg fyrir þau bræðravíg sem fylgja prófkjörunum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar en Björt framtíð og Viðreisn nýta uppstillingarnefndir til að velja á sína lista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira