Fótbolti

De Boer nýr stjóri Inter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank De Boer er tekinn við Inter.
Frank De Boer er tekinn við Inter. Vísir/Getty
Viðburðarríkum degi er lokið hjá Inter á Ítalíu þar sem að skipt var um knattspyrnustjóra. Roberto Mancini var rekinn og Hollendingurinn Frank de Boer ráðinn í hans stað.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað. Sjáumst vonandi fljótt,“ sagði De Boer á Twitter-síðu Inter í dag en þessi 46 ára kappi hætti störfum sem stjóri Ajax fyrr í sumar. Hann hafði verið orðaður við bæði Southampton og Everton.

Mancini tók öðru sinni við Inter á ferlinum árið 2014 en sögusagnir höfðu verið á kreiki um að hann væri á útleið hjá félaginu.

Inter fékk nýjan meirihlutaeiganda á sunnudag þegar kínverskt fyrirtæki keypti nærri 70 prósenta hlut í félaginu á samtals 750 milljón evra, jafnvirði nærri 100 milljarða króna.


Tengdar fréttir

De Boer að taka við hjá Inter

Internazionale er búið að losa sig við Roberto Mancini og Hollendingurinn Frank De Boer er að koma frá Ajax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×