Eftir tónleikana fer ég að líta upp úr naflanum og hlusta Magnús Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2016 09:45 Tómas R. Einarsson er klár með kontrabassann fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst annað kvöld. Visir/Ernir Það er mikill gróandi í íslensku djasslífi um þessar mundir og tæpast hefur upphafsmenn Jazzhátíðar í Reykjavík órað fyrir þessari þróun. En eins og síðustu ár hefst hátíðin með jazzgöngu niður Laugaveginn og að Hörpu og verður lagt af stað frá versluninni Lucky Records við Hlemm kl. 17 á morgun. Opnunartónleikarnir verða svo með tíu manna bandi Tómasar R. Einarssonar þá um kvöldið.RúRek Tómas man vel þann tíma þegar hátíðin var að stíga sín fyrstu skref og segir að það hafi verið mikið frumkvöðlastarf. „Það voru nú merkir menn sem störtuðu þessu á sínum tíma fyrir 27 árum. Ef ég man rétt var dugnaðarforkurinn Ólafur Þórðarson, Óli í Ríó eins og hann var kallaður stundum, sem þá vann hjá Ríkisútvarpinu fremstur í flokki. Þarna kom líka að Jazzvakning með Vernharð Linnet og fleiri góða félaga. En fyrstu árin hét hátíðin RúRek m.a. út af þessu starfi Óla Þórðar og í minningunni kemur hann mjög sterkt inn. En svo hafa mjög margir komið að þessu í gegnum árin og gert vel. Lengi vel var hátíðin vítt og breitt um bæinn en síðustu árin hefur þetta verið í Hörpu og það hefur gert sig alveg ljómandi vel. Þetta eru um þrjátíu tónleikar og viðburðir þarna í það heila þannig að það er margt í boði.“Tíu manna band Það er einvala lið tónlistarmanna sem verður með Tómasi á opnunartónleikunum annað kvöld og Tómas segir að þarna verði bæði gamlir og nýir spilafélagar. „Af þeim sem hafa verið áður með mér má nefna Sigríði Thorlacius söngkonu, Davíð Þór Jónsson á píanó, Ómar Guðjónsson á gítar, Samúel Jón Samúelsson á guiro og básúnu, Sigtrygg Baldursson á kóngatrommur og bróður hans Bógómil Font sem syngur í nokkrum lögum og Einar Val Scheving á margvíslegt slagverk. Svo koma þarna spilafélagar sem hafa ekki verið áður í mínum plötuverkefnum og þar eru þau Rósa Guðrún Sveinsdóttir sem bæði spilar á baritónsaxófón og syngur, Snorri Sigurðarson á trompet og Kristófer Rodriguez Svönuson á bongótrommur. Þetta er tíu manna flokkur og það syngja nánast allir á einhverjum stöðum og söngurinn er í forgrunni.Ekkert trommusett Þetta er nú soldið sprottið upp úr því að ég var mánuð á Kúbu í vetur og fór þá í fyrsta sinn til Santiago de Cuba sem er upprunastaður þessarar tónlistar. Þarna var ég í þrjár vikur og fór á tvenna til þrenna tónleika á hverjum einasta degi. Ég hafði ekkert annað að gera og byrjaði á að mæta á tónleika eftir hádegi og var að fram yfir miðnætti. Fór á um fimmtíu tónleika en sá aldrei trommusett. Þarna voru hins vegar kóngatrommur, bongótrommur, timbales, bjöllur, guiro og claves og þannig mætti áfram telja en ekki sett. Ég sá ekki trommusett fyrr en ég kom aftur til Havana og fór á aðaldjassklúbbinn. Þá ákvað ég það að í þessu verkefni yrði ekki trommusett heldur bara stök slagverkshljóðfæri þannig að það eru fjórir á slagverk í þessu bandi sem er dáldið grand og skemmtilegt. Eins var það þannig með öll þessi bönd í Santiago að söngurinn er mjög framarlega. Það er mikið spunnið og allar þær kúnstir. Ég velti mikið fyrir mér hvernig ég gæti upplifað eitthvað jafn skemmtilegt í íslensku samhengi, því við höfum aðrar hefðir, og valdi því kveðskapinn dáldið með tilliti til þess að það væru fleiri en einn söngvari sem kæmu inn í hvert og eitt lag.“Djassinn víðar Á Jazzhátíð koma fram bæði innlendir og erlendir djassistar og Tómas segir að það sé nú erfitt að gera upp á milli allra þeirra spennandi viðburða sem verða á hátíðinni. „Vandinn er að ég er búinn að vera svo upptekinn við að horfa á naflann á mér, leggja síðustu hönd á útsetningar og verð því að játa þá synd að ég er ekki alveg búinn að gera upp á milli viðburða. En eftir tónleikana mína þá fer ég að líta upp úr naflanum, horfa í kringum mig og hlusta eins og vitlaus maður. Það er mikið tilhlökkunarefni. Það er gróska í djassinum í dag og gaman að bera það saman við þegar ég gerðist atvinnumaður í þessu fyrir þrjátíu árum. Þá voru eiginlega teljandi á fingrum annarrar handar þeir sem voru í þessu meira eða minna en í dag er örugglega hægt að margfalda það með tíu. Það sem hefur gerst er að djassinn er miklu víðar í samfélaginu. Á bítlatímanum var þetta bara eins og einhverjar gamlar egypskar rúnir og bara fyrir einhverja furðufugla. En nú er djassinn orðinn almenningseign og það er frábært.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. ágúst. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er mikill gróandi í íslensku djasslífi um þessar mundir og tæpast hefur upphafsmenn Jazzhátíðar í Reykjavík órað fyrir þessari þróun. En eins og síðustu ár hefst hátíðin með jazzgöngu niður Laugaveginn og að Hörpu og verður lagt af stað frá versluninni Lucky Records við Hlemm kl. 17 á morgun. Opnunartónleikarnir verða svo með tíu manna bandi Tómasar R. Einarssonar þá um kvöldið.RúRek Tómas man vel þann tíma þegar hátíðin var að stíga sín fyrstu skref og segir að það hafi verið mikið frumkvöðlastarf. „Það voru nú merkir menn sem störtuðu þessu á sínum tíma fyrir 27 árum. Ef ég man rétt var dugnaðarforkurinn Ólafur Þórðarson, Óli í Ríó eins og hann var kallaður stundum, sem þá vann hjá Ríkisútvarpinu fremstur í flokki. Þarna kom líka að Jazzvakning með Vernharð Linnet og fleiri góða félaga. En fyrstu árin hét hátíðin RúRek m.a. út af þessu starfi Óla Þórðar og í minningunni kemur hann mjög sterkt inn. En svo hafa mjög margir komið að þessu í gegnum árin og gert vel. Lengi vel var hátíðin vítt og breitt um bæinn en síðustu árin hefur þetta verið í Hörpu og það hefur gert sig alveg ljómandi vel. Þetta eru um þrjátíu tónleikar og viðburðir þarna í það heila þannig að það er margt í boði.“Tíu manna band Það er einvala lið tónlistarmanna sem verður með Tómasi á opnunartónleikunum annað kvöld og Tómas segir að þarna verði bæði gamlir og nýir spilafélagar. „Af þeim sem hafa verið áður með mér má nefna Sigríði Thorlacius söngkonu, Davíð Þór Jónsson á píanó, Ómar Guðjónsson á gítar, Samúel Jón Samúelsson á guiro og básúnu, Sigtrygg Baldursson á kóngatrommur og bróður hans Bógómil Font sem syngur í nokkrum lögum og Einar Val Scheving á margvíslegt slagverk. Svo koma þarna spilafélagar sem hafa ekki verið áður í mínum plötuverkefnum og þar eru þau Rósa Guðrún Sveinsdóttir sem bæði spilar á baritónsaxófón og syngur, Snorri Sigurðarson á trompet og Kristófer Rodriguez Svönuson á bongótrommur. Þetta er tíu manna flokkur og það syngja nánast allir á einhverjum stöðum og söngurinn er í forgrunni.Ekkert trommusett Þetta er nú soldið sprottið upp úr því að ég var mánuð á Kúbu í vetur og fór þá í fyrsta sinn til Santiago de Cuba sem er upprunastaður þessarar tónlistar. Þarna var ég í þrjár vikur og fór á tvenna til þrenna tónleika á hverjum einasta degi. Ég hafði ekkert annað að gera og byrjaði á að mæta á tónleika eftir hádegi og var að fram yfir miðnætti. Fór á um fimmtíu tónleika en sá aldrei trommusett. Þarna voru hins vegar kóngatrommur, bongótrommur, timbales, bjöllur, guiro og claves og þannig mætti áfram telja en ekki sett. Ég sá ekki trommusett fyrr en ég kom aftur til Havana og fór á aðaldjassklúbbinn. Þá ákvað ég það að í þessu verkefni yrði ekki trommusett heldur bara stök slagverkshljóðfæri þannig að það eru fjórir á slagverk í þessu bandi sem er dáldið grand og skemmtilegt. Eins var það þannig með öll þessi bönd í Santiago að söngurinn er mjög framarlega. Það er mikið spunnið og allar þær kúnstir. Ég velti mikið fyrir mér hvernig ég gæti upplifað eitthvað jafn skemmtilegt í íslensku samhengi, því við höfum aðrar hefðir, og valdi því kveðskapinn dáldið með tilliti til þess að það væru fleiri en einn söngvari sem kæmu inn í hvert og eitt lag.“Djassinn víðar Á Jazzhátíð koma fram bæði innlendir og erlendir djassistar og Tómas segir að það sé nú erfitt að gera upp á milli allra þeirra spennandi viðburða sem verða á hátíðinni. „Vandinn er að ég er búinn að vera svo upptekinn við að horfa á naflann á mér, leggja síðustu hönd á útsetningar og verð því að játa þá synd að ég er ekki alveg búinn að gera upp á milli viðburða. En eftir tónleikana mína þá fer ég að líta upp úr naflanum, horfa í kringum mig og hlusta eins og vitlaus maður. Það er mikið tilhlökkunarefni. Það er gróska í djassinum í dag og gaman að bera það saman við þegar ég gerðist atvinnumaður í þessu fyrir þrjátíu árum. Þá voru eiginlega teljandi á fingrum annarrar handar þeir sem voru í þessu meira eða minna en í dag er örugglega hægt að margfalda það með tíu. Það sem hefur gerst er að djassinn er miklu víðar í samfélaginu. Á bítlatímanum var þetta bara eins og einhverjar gamlar egypskar rúnir og bara fyrir einhverja furðufugla. En nú er djassinn orðinn almenningseign og það er frábært.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. ágúst.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira