Hinn ungi Marco Asensio byrjar ferilinn hjá Real Madrid heldur betur vel því hann er kominn á blað í Ofurbikarnum gegn Sevilla.
Asensio gekk í raðir Real Madrid í nóvember 2014, en hann kom til liðsins frá Mallorca. Á síðasta tímabili var hann þó lánaður til Espanyol.
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur greinilega trú á piltinum því hann byrjaði inná í leik Real gegn Sevilla í leiknum um Ofurbikarinn þar sem sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar mætast.
Asensio skoraði þetta draumamark sem má í sjónvarpsglugganum hér að ofan í sínum fyrsta alvöru leik fyrir Real Madrid.
Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport/HD.
Asensio byrjar ferilinn hjá Real á rosalegu marki | Sjáðu markið
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
