Björn Viktor Viktorsson, 13 ára kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í golfkeppninni á Unglingalandsmóti UMFÍ í gær.
Björn Viktor fór holu í höggi á 14. braut á Hamarsvelli í Borgarnesi þar sem Unglingalandsmótið fer fram.
Björn Viktor keppti í aldursflokknum 11-13 ára og endaði í 4. sæti. Böðvar Bragi Pálsson úr GR sigraði í þessum aldursflokki.
Björn Viktor gleymir gærdeginum eflaust ekki í bráð enda ekki á hverjum degi sem kylfingar fara holu í höggi.

