Borussia Dortmund heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í vetur.
Í dag greindi Dortmund frá því að þýski landsliðsmaðurinn André Schürrle væri genginn í raðir liðsins frá Wolfsburg. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það sé í kringum 15,3 milljónir punda.
Hinn 25 ára gamli Schürrle skrifaði undir fimm ára samning við Dortmund sem endaði í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Í gær gekk Dortmund frá kaupunum á öðrum þýskum landsliðsmanni, Mario Götze, en þeir Schürrle bjuggu til markið sem tryggði Þýskalandi heimsmeistaratitilinn fyrir tveimur árum. Í úrslitaleiknum gegn Argentínu gaf Schürrle á Götze sem skoraði eina mark leiksins.
Schürrle lék áður með Mainz 05, Bayer Leverkusen og Wolfsburg í Þýskalandi og Chelsea á Englandi. Hann varð enskur meistari með Chelsea 2015 og þýskur bikarmeistari með Wolfsburg sama ár.
Dortmund mætir Manchester United í International Champions Cup í dag.
Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Mennirnir sem bjuggu til markið í úrslitaleik HM 2014 sameinaðir hjá Dortmund
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn