Efnahagssamdrátturinn í Bretlandi er nú hraðari og meiri en hann hefur verið síðan í apríl árið 2009, þegar kreppan mikla var í algleymingi.
Þetta kemur fram í nýjustu rannsókn breska fjármálafyrirtækisins Markit, sem mánaðarlega kannar stöðu meira en 1.200 fyrirtækja í Bretlandi.
Breskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gærmorgun og í kjölfarið féll breska pundið nokkuð hratt.
Ástæða samdráttarins er rakin beint til atkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, sem haldin var 23. júní. Þar samþykktu Bretar með 52 prósentum atkvæða að yfirgefa ESB.
Philip Hammond, fjármálaráðherra hinnar nýju ríkisstjórnar Theresu May, segir að hugsanlega muni hann þurfa að „endurræsa“ breskt efnahagslíf í haust, þegar hann gerir þinginu grein fyrir stöðunni í efnahagsmálum landsins.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hammond segist geta endurræst efnahagslífið
Guðsteinn Bjarnason skrifar

Mest lesið

„Fólk er að deyja út af þessu“
Innlent


Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent

Björguðu dreng úr gjótu
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent



