Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 16:33 Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Birgir Leifur kláraði hringina fjóra á 276 höggum eða átta höggum undir pari en hann endaði einu höggi á undan þeim Bjarka Péturssyni úr GB og Axel Bóassyni úr Keili sem báðir voru á sjö höggum undir pari. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Birgir Leifur fagnar sigri á Íslandsmótinu. Hann bætir með þessum sigri met þeirra Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar sem báðir urðu sex sinnum Íslandsmeistarar á sínum ferli. Birgir Leifur vann fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1996 eða fyrir tuttugu árum síðan. Hann vann einnig 2003, 2004, 2010, 2013 og 2014. Birgir Leifur átti frábæran lokadag og tryggði sér sigurinn með óaðfinnanlegri spilamennsku í dag. Birgir Leifur lék holurnar á 66 höggum eða átta höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og tapaði ekki einu einasta höggi á hringnum. Birgir Leifur fór í svaka stuð á lokakaflanum og spilaði sex síðustu holurnar á þremur höggum undir pari. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á -2, annan hringinn á -1 og þriðja hringinn á pari. Hann fékk fimmtán fugla á holunum 72 en tapaði höggi á sex holum þar af var einn skrambi á degi þrjú. Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. 20. júlí 2016 12:51 Fimm jöfnuðu sólarhringsgamalt vallarmet og Axel er í forystu Axel Bóasson úr Keili er með eins höggs forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram þessa dagana á á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 17:51 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Birgir Leifur kláraði hringina fjóra á 276 höggum eða átta höggum undir pari en hann endaði einu höggi á undan þeim Bjarka Péturssyni úr GB og Axel Bóassyni úr Keili sem báðir voru á sjö höggum undir pari. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Birgir Leifur fagnar sigri á Íslandsmótinu. Hann bætir með þessum sigri met þeirra Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar sem báðir urðu sex sinnum Íslandsmeistarar á sínum ferli. Birgir Leifur vann fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1996 eða fyrir tuttugu árum síðan. Hann vann einnig 2003, 2004, 2010, 2013 og 2014. Birgir Leifur átti frábæran lokadag og tryggði sér sigurinn með óaðfinnanlegri spilamennsku í dag. Birgir Leifur lék holurnar á 66 höggum eða átta höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og tapaði ekki einu einasta höggi á hringnum. Birgir Leifur fór í svaka stuð á lokakaflanum og spilaði sex síðustu holurnar á þremur höggum undir pari. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á -2, annan hringinn á -1 og þriðja hringinn á pari. Hann fékk fimmtán fugla á holunum 72 en tapaði höggi á sex holum þar af var einn skrambi á degi þrjú.
Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. 20. júlí 2016 12:51 Fimm jöfnuðu sólarhringsgamalt vallarmet og Axel er í forystu Axel Bóasson úr Keili er með eins höggs forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram þessa dagana á á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 17:51 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00
Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. 20. júlí 2016 12:51
Fimm jöfnuðu sólarhringsgamalt vallarmet og Axel er í forystu Axel Bóasson úr Keili er með eins höggs forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram þessa dagana á á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 17:51