General Motors hagnast loks í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2016 09:42 Höfuðstöðvar GM í Detroit. Í fyrsta sinn í fimm ár nær General Motors að hagnast á rekstri sínum í Evrópu. Bæði Vauxhall í Bretlandi og Opel í Þýskalandi er í eigu General Motors og fyrirtækið hefur einnig selt Chevrolet bíla í Evrópu, en ætlar að hætta því að mestu frá og með næsta ári. Á rekstri þessara merkja hefur verið viðvarandi tap, en það breyttist á fyrri helmingi þessa árs. Hagnaður GM nam tæplega 17 milljörðum króna, en tapið nam 5,5 milljörðum króna í fyrra. Aukin sala bíla í Evrópu, kostnaðarlækkun og nokkrar árangursríkar kynningar á nýjum bílum fyrirtækisins urðu til þess að taprekstri var nú snúið í hagnað. GM hefur þrátt fyrir þennan viðsnúning varað við áhrifum Brexit á rekstur Vauxhall á seinni helmingi ársins. Rekstur General Motors gekk einkar vel í heimalandinu Bandaríkjunum og á öðrum ársfjórðungi ársins ríflega tvöfaldaðist rekstrarhagnaður þess þar og var 353 milljarðar króna, eða tuttugu sinnum meiri en á öllum fyrri helmingi ársins í Evrópu. Sala GM jókst í Bandaríkjunum um 11 prósent á þessum öðrum ársfjórðungi ársins. Brexit Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent
Í fyrsta sinn í fimm ár nær General Motors að hagnast á rekstri sínum í Evrópu. Bæði Vauxhall í Bretlandi og Opel í Þýskalandi er í eigu General Motors og fyrirtækið hefur einnig selt Chevrolet bíla í Evrópu, en ætlar að hætta því að mestu frá og með næsta ári. Á rekstri þessara merkja hefur verið viðvarandi tap, en það breyttist á fyrri helmingi þessa árs. Hagnaður GM nam tæplega 17 milljörðum króna, en tapið nam 5,5 milljörðum króna í fyrra. Aukin sala bíla í Evrópu, kostnaðarlækkun og nokkrar árangursríkar kynningar á nýjum bílum fyrirtækisins urðu til þess að taprekstri var nú snúið í hagnað. GM hefur þrátt fyrir þennan viðsnúning varað við áhrifum Brexit á rekstur Vauxhall á seinni helmingi ársins. Rekstur General Motors gekk einkar vel í heimalandinu Bandaríkjunum og á öðrum ársfjórðungi ársins ríflega tvöfaldaðist rekstrarhagnaður þess þar og var 353 milljarðar króna, eða tuttugu sinnum meiri en á öllum fyrri helmingi ársins í Evrópu. Sala GM jókst í Bandaríkjunum um 11 prósent á þessum öðrum ársfjórðungi ársins.
Brexit Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent