General Motors hagnast loks í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2016 09:42 Höfuðstöðvar GM í Detroit. Í fyrsta sinn í fimm ár nær General Motors að hagnast á rekstri sínum í Evrópu. Bæði Vauxhall í Bretlandi og Opel í Þýskalandi er í eigu General Motors og fyrirtækið hefur einnig selt Chevrolet bíla í Evrópu, en ætlar að hætta því að mestu frá og með næsta ári. Á rekstri þessara merkja hefur verið viðvarandi tap, en það breyttist á fyrri helmingi þessa árs. Hagnaður GM nam tæplega 17 milljörðum króna, en tapið nam 5,5 milljörðum króna í fyrra. Aukin sala bíla í Evrópu, kostnaðarlækkun og nokkrar árangursríkar kynningar á nýjum bílum fyrirtækisins urðu til þess að taprekstri var nú snúið í hagnað. GM hefur þrátt fyrir þennan viðsnúning varað við áhrifum Brexit á rekstur Vauxhall á seinni helmingi ársins. Rekstur General Motors gekk einkar vel í heimalandinu Bandaríkjunum og á öðrum ársfjórðungi ársins ríflega tvöfaldaðist rekstrarhagnaður þess þar og var 353 milljarðar króna, eða tuttugu sinnum meiri en á öllum fyrri helmingi ársins í Evrópu. Sala GM jókst í Bandaríkjunum um 11 prósent á þessum öðrum ársfjórðungi ársins. Brexit Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent
Í fyrsta sinn í fimm ár nær General Motors að hagnast á rekstri sínum í Evrópu. Bæði Vauxhall í Bretlandi og Opel í Þýskalandi er í eigu General Motors og fyrirtækið hefur einnig selt Chevrolet bíla í Evrópu, en ætlar að hætta því að mestu frá og með næsta ári. Á rekstri þessara merkja hefur verið viðvarandi tap, en það breyttist á fyrri helmingi þessa árs. Hagnaður GM nam tæplega 17 milljörðum króna, en tapið nam 5,5 milljörðum króna í fyrra. Aukin sala bíla í Evrópu, kostnaðarlækkun og nokkrar árangursríkar kynningar á nýjum bílum fyrirtækisins urðu til þess að taprekstri var nú snúið í hagnað. GM hefur þrátt fyrir þennan viðsnúning varað við áhrifum Brexit á rekstur Vauxhall á seinni helmingi ársins. Rekstur General Motors gekk einkar vel í heimalandinu Bandaríkjunum og á öðrum ársfjórðungi ársins ríflega tvöfaldaðist rekstrarhagnaður þess þar og var 353 milljarðar króna, eða tuttugu sinnum meiri en á öllum fyrri helmingi ársins í Evrópu. Sala GM jókst í Bandaríkjunum um 11 prósent á þessum öðrum ársfjórðungi ársins.
Brexit Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent