General Motors hagnast loks í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2016 09:42 Höfuðstöðvar GM í Detroit. Í fyrsta sinn í fimm ár nær General Motors að hagnast á rekstri sínum í Evrópu. Bæði Vauxhall í Bretlandi og Opel í Þýskalandi er í eigu General Motors og fyrirtækið hefur einnig selt Chevrolet bíla í Evrópu, en ætlar að hætta því að mestu frá og með næsta ári. Á rekstri þessara merkja hefur verið viðvarandi tap, en það breyttist á fyrri helmingi þessa árs. Hagnaður GM nam tæplega 17 milljörðum króna, en tapið nam 5,5 milljörðum króna í fyrra. Aukin sala bíla í Evrópu, kostnaðarlækkun og nokkrar árangursríkar kynningar á nýjum bílum fyrirtækisins urðu til þess að taprekstri var nú snúið í hagnað. GM hefur þrátt fyrir þennan viðsnúning varað við áhrifum Brexit á rekstur Vauxhall á seinni helmingi ársins. Rekstur General Motors gekk einkar vel í heimalandinu Bandaríkjunum og á öðrum ársfjórðungi ársins ríflega tvöfaldaðist rekstrarhagnaður þess þar og var 353 milljarðar króna, eða tuttugu sinnum meiri en á öllum fyrri helmingi ársins í Evrópu. Sala GM jókst í Bandaríkjunum um 11 prósent á þessum öðrum ársfjórðungi ársins. Brexit Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
Í fyrsta sinn í fimm ár nær General Motors að hagnast á rekstri sínum í Evrópu. Bæði Vauxhall í Bretlandi og Opel í Þýskalandi er í eigu General Motors og fyrirtækið hefur einnig selt Chevrolet bíla í Evrópu, en ætlar að hætta því að mestu frá og með næsta ári. Á rekstri þessara merkja hefur verið viðvarandi tap, en það breyttist á fyrri helmingi þessa árs. Hagnaður GM nam tæplega 17 milljörðum króna, en tapið nam 5,5 milljörðum króna í fyrra. Aukin sala bíla í Evrópu, kostnaðarlækkun og nokkrar árangursríkar kynningar á nýjum bílum fyrirtækisins urðu til þess að taprekstri var nú snúið í hagnað. GM hefur þrátt fyrir þennan viðsnúning varað við áhrifum Brexit á rekstur Vauxhall á seinni helmingi ársins. Rekstur General Motors gekk einkar vel í heimalandinu Bandaríkjunum og á öðrum ársfjórðungi ársins ríflega tvöfaldaðist rekstrarhagnaður þess þar og var 353 milljarðar króna, eða tuttugu sinnum meiri en á öllum fyrri helmingi ársins í Evrópu. Sala GM jókst í Bandaríkjunum um 11 prósent á þessum öðrum ársfjórðungi ársins.
Brexit Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent