Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2016 14:32 Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum nú þegar hann stígur aftur inn á hið pólitíska svið. visir/friðrik þór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna eftir hlé. Hann býst við heiftarlegum viðbrögðum í sinn garð og Framsóknarmanna en brýnir menn til að láta það ekki slá sig út af laginu. Þá telur hann kosningar í haust með öllu óþarfar -- fyrst þurfi að klára verkin. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi Framsóknarmönnum nú fyrir stundu þar sem hann fer yfir stöðu mála og sviðið. Bréfið barst flokksmönnum í PDF-skjali, og er á þessa leið, í endursögn og styttingu Vísis:Sigmundur segist njóta mikils stuðnings Hann tilkynnir sínu fólki að hann sé kominn heim eftir tveggja vikna ferð um landið og meðan samfélagið hefur verið í júlídvala og margir í sumarfríi, „hef ég svo notað tímann til að skrifa, fræðast og leita nýrra sóknarfæra fyrir landið okkar.“ Sigmundur Davíð tæpir á miklum árangri sem náðst hefur en þrátt fyrir það „stöndum við frammi fyrir stórri, raunverulegri og aðkallandi hættu á að árangrinum verði kastað á glæ. Við því þurfum við að bregðast og það má ekki bíða lengur,“ segir Sigmundur Davíð, en fer aðeins yfir sína stöðu áður en hann snýr sér að alvöru mála. Hann segist hafa dregið sig um tíma út úr hinum pólitíska slag svo ríkisstjórnin gæti unnið að „gríðarlega mikilvægum og ókláruðum verkefnum á meðan mál væru að skýrast.“ Og, nú liggja staðreyndir fyrir, segir Sigmundur Davíð: hann nýtur mikils stuðnings flokksfélaga og fjölda fólks einnig sem ekki tekur þátt í stjórnmálastarfi. Svo víkur hann að komandi kosningum.Engin ástæða til kosninga í haust „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Og Sigmundur Davíð heldur áfram: „Eins og sakir standa eru litlar líkur á að nokkur flokkur nái meira en 30 prósenta fylgi í næstu kosningum og jafnvel slíkt fylgi veitir ekki vissu fyrir aðild að næstu ríkisstjórn. Aðrir munu ekki klára vinnu okkar í verðtryggingarmálinu, þeir munu ekki koma á heilbrigðu fjármálakerfi eins og nú er loks tækifæri til og þeir munu ekki gera það sem þarf til að efla byggð á landinu öllu. Tíminn til að standa við loforðin sem við höfum gefið er því núna.“Sigmundur býst við ofsafengnum viðbrögðum við sér Sigmundur Davíð segir þennan „góða árangur“ vissulega auka líkurnar á „að við fáum tækifæri til að vinna nýja sigra í þágu almennings að loknum kosningum,“ en flokkurinn verði að sýna að hann sé reiðubúinn að klára verkefnin. Sigmundur boðar fulla þátttöku sína í stjórnmálabaráttunni. „Það mun vissulega vekja viðbrögð. Látið það ekki slá ykkur út af laginu. Viðbrögð, jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr til marks um að andstæðingar telja að sér standi ógn að okkur.“ Bréfi sínu lýkur Sigmundur Davíð á orðunum: „Íslandi allt!“ Kosningar 2016 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna eftir hlé. Hann býst við heiftarlegum viðbrögðum í sinn garð og Framsóknarmanna en brýnir menn til að láta það ekki slá sig út af laginu. Þá telur hann kosningar í haust með öllu óþarfar -- fyrst þurfi að klára verkin. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi Framsóknarmönnum nú fyrir stundu þar sem hann fer yfir stöðu mála og sviðið. Bréfið barst flokksmönnum í PDF-skjali, og er á þessa leið, í endursögn og styttingu Vísis:Sigmundur segist njóta mikils stuðnings Hann tilkynnir sínu fólki að hann sé kominn heim eftir tveggja vikna ferð um landið og meðan samfélagið hefur verið í júlídvala og margir í sumarfríi, „hef ég svo notað tímann til að skrifa, fræðast og leita nýrra sóknarfæra fyrir landið okkar.“ Sigmundur Davíð tæpir á miklum árangri sem náðst hefur en þrátt fyrir það „stöndum við frammi fyrir stórri, raunverulegri og aðkallandi hættu á að árangrinum verði kastað á glæ. Við því þurfum við að bregðast og það má ekki bíða lengur,“ segir Sigmundur Davíð, en fer aðeins yfir sína stöðu áður en hann snýr sér að alvöru mála. Hann segist hafa dregið sig um tíma út úr hinum pólitíska slag svo ríkisstjórnin gæti unnið að „gríðarlega mikilvægum og ókláruðum verkefnum á meðan mál væru að skýrast.“ Og, nú liggja staðreyndir fyrir, segir Sigmundur Davíð: hann nýtur mikils stuðnings flokksfélaga og fjölda fólks einnig sem ekki tekur þátt í stjórnmálastarfi. Svo víkur hann að komandi kosningum.Engin ástæða til kosninga í haust „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Og Sigmundur Davíð heldur áfram: „Eins og sakir standa eru litlar líkur á að nokkur flokkur nái meira en 30 prósenta fylgi í næstu kosningum og jafnvel slíkt fylgi veitir ekki vissu fyrir aðild að næstu ríkisstjórn. Aðrir munu ekki klára vinnu okkar í verðtryggingarmálinu, þeir munu ekki koma á heilbrigðu fjármálakerfi eins og nú er loks tækifæri til og þeir munu ekki gera það sem þarf til að efla byggð á landinu öllu. Tíminn til að standa við loforðin sem við höfum gefið er því núna.“Sigmundur býst við ofsafengnum viðbrögðum við sér Sigmundur Davíð segir þennan „góða árangur“ vissulega auka líkurnar á „að við fáum tækifæri til að vinna nýja sigra í þágu almennings að loknum kosningum,“ en flokkurinn verði að sýna að hann sé reiðubúinn að klára verkefnin. Sigmundur boðar fulla þátttöku sína í stjórnmálabaráttunni. „Það mun vissulega vekja viðbrögð. Látið það ekki slá ykkur út af laginu. Viðbrögð, jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr til marks um að andstæðingar telja að sér standi ógn að okkur.“ Bréfi sínu lýkur Sigmundur Davíð á orðunum: „Íslandi allt!“
Kosningar 2016 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira