Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. júlí 2016 13:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ritaði flokksfélögum bréf í gær þar sem hann færir rök fyrir því að ekki þurfi að kjósa í haust líkt og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofuðu í kjölfar Panamalekans. Hann segir að ríkisstjórnin þurfi enn að klára mikilvæg mál áður en boðað verði til kosninga. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir hinsvegar að stjórn og stjórnarandstaða hafi þegar náð saman um vinnuáætlun þingsins og að boðað verði til kosninga í haust. „Við bjuggum til nýja starfsáætlun núna á vormánuðum þar sem er gert ráð fyrir því að þingið starfi núna í ágúst og fram í september. Við skipulag þingsins miðast allt við það.“ Einar segir Sigmund ekki hafa haft samband við sig vegna hugmynda um kosningar í haust. „Í sjálfu sér er ekkert tilefni til þess finnst mér,“ segir hann. „Þessi starfsáætlun var unnin af forsætisnefnd Alþingis í samráði við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, forsætisráðherra og fjármálaráðherra, og tímaramminn sem við settum okkur miðaðist við þennan tíma. Þinghaldið hefst á nefndarfundum um miðjan ágúst, síðan hefjast þingfundir og þá geri ég ráð fyrir að þau mál sem liggja fyrir í nefndunum og ætlunin er að klára verði tilbúin þannig að við getum hafið þingstörf af fullum krafti. Ríkisstjórin hefur svo boðað nokkur mál sem ráðherrarnir leggja áherslu á að verði kláruð á þessum tíma.“ Hann telur að sú starfsáætlun sem þingið hafi sett sér dugi til að ljúka þessum málum fyrir kosningar í haust. „Það er auðvitað háð því að það verði gott andrúmsloft í þinginu og að menn séu tilbúnir til að vinna saman og ég hef enga ástæðu til að ætla að það verði ekki þannig. Við áttum þétt og gott samstarf, annarsvegar af minni hálfu sem forseta þingsins og svo fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu sem að gerði það að verkum að þingstörfin á síðastliðnu vori gengu vel og greiðlega fyrir sig og þetta var vinnusamt vor,“ segir Einar. Kosningar 2016 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ritaði flokksfélögum bréf í gær þar sem hann færir rök fyrir því að ekki þurfi að kjósa í haust líkt og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofuðu í kjölfar Panamalekans. Hann segir að ríkisstjórnin þurfi enn að klára mikilvæg mál áður en boðað verði til kosninga. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir hinsvegar að stjórn og stjórnarandstaða hafi þegar náð saman um vinnuáætlun þingsins og að boðað verði til kosninga í haust. „Við bjuggum til nýja starfsáætlun núna á vormánuðum þar sem er gert ráð fyrir því að þingið starfi núna í ágúst og fram í september. Við skipulag þingsins miðast allt við það.“ Einar segir Sigmund ekki hafa haft samband við sig vegna hugmynda um kosningar í haust. „Í sjálfu sér er ekkert tilefni til þess finnst mér,“ segir hann. „Þessi starfsáætlun var unnin af forsætisnefnd Alþingis í samráði við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, forsætisráðherra og fjármálaráðherra, og tímaramminn sem við settum okkur miðaðist við þennan tíma. Þinghaldið hefst á nefndarfundum um miðjan ágúst, síðan hefjast þingfundir og þá geri ég ráð fyrir að þau mál sem liggja fyrir í nefndunum og ætlunin er að klára verði tilbúin þannig að við getum hafið þingstörf af fullum krafti. Ríkisstjórin hefur svo boðað nokkur mál sem ráðherrarnir leggja áherslu á að verði kláruð á þessum tíma.“ Hann telur að sú starfsáætlun sem þingið hafi sett sér dugi til að ljúka þessum málum fyrir kosningar í haust. „Það er auðvitað háð því að það verði gott andrúmsloft í þinginu og að menn séu tilbúnir til að vinna saman og ég hef enga ástæðu til að ætla að það verði ekki þannig. Við áttum þétt og gott samstarf, annarsvegar af minni hálfu sem forseta þingsins og svo fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu sem að gerði það að verkum að þingstörfin á síðastliðnu vori gengu vel og greiðlega fyrir sig og þetta var vinnusamt vor,“ segir Einar.
Kosningar 2016 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira