Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. júlí 2016 13:40 Vísir Þeir þingmenn Framsóknar sem Vísir hefur rætt við í morgun eru flestir á því máli að ekki sé sjálfsagt að flýta þingkosningum fram á haust. Þetta rímar við ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins í bréfi til Framsóknarmanna á dögunum. Kosningar í haust voru meðal annars forsenda áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og framsóknarflokks eftir hið svokallaða Wintris mál í apríl síðastliðnum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokkins hefur jafnframt ítrekað í samtali við RÚV að kosið verði í haust. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar sagðist í samtali við Vísi ekki botna í því hvernig stjórnskipun landsins er túlkuð, ef vantraust á ríkisstjórn er fellt en samt sé kosningum flýtt. „Þetta er meðal annars ástæða þess að ég tók endanlega ákvörðun um að hætta. Þetta rugl sem er orðið í þinginu,“ segir Vigdís.Áhyggjur af framtíðinni og verkefnum ríkisstjórnar Silja Dögg Gunnarsdóttir segist hafa áhyggjur af því að loforð um kosningar í haust hafi verið of mikil fljótfærni. Hún telur jafnframt efast um að hægt sé að afgreiða fjárlög með góðu móti, sé stefnt á kosningar í haust. Þá telur hún nauðsynlegt að hugsa ákvörðunina til lengri tíma, þetta geti sýnt fordæmi fyrir hvernig sé tekið á ólgu í samfélaginu. „Viljum við þetta þegar eitthvað gerist? Viljum við alltaf fara í kosningar eða viljum við afgreiða málin öðruvísi?“ segir Silja Dögg í samtali við Vísi. Jafnframt segir Silja Dögg að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi verið mjög skýrir um að ætla að standa við kosningar. „Ég sé ekki að því verði breytt úr þessu, þó ég hefði viljað draga þær allavega fram yfir áramótin upp á fjárlögin.“ Líneik Anna Sævarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson eru bæði á sama máli um að nauðsynlegt sé að klára þau verkefni ríkisstjórnarinnar sem liggja fyrir áður en gengið er til kosninga. „Við erum ennþá sömu skoðunar að það þurfi að klára þau mál ef að það á að kjósa í haust.“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi og bætti jafnframt við að ef vilji er til sé hægt að afgreiða þau mál sem brýnust eru. Aðspurð segir Líneik Anna að þau mál sem brýnast sé að klára séu umgjörð húsnæðis- og fjármálamarkaðar í landinu, sem og velferðarmál. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Þeir þingmenn Framsóknar sem Vísir hefur rætt við í morgun eru flestir á því máli að ekki sé sjálfsagt að flýta þingkosningum fram á haust. Þetta rímar við ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins í bréfi til Framsóknarmanna á dögunum. Kosningar í haust voru meðal annars forsenda áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og framsóknarflokks eftir hið svokallaða Wintris mál í apríl síðastliðnum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokkins hefur jafnframt ítrekað í samtali við RÚV að kosið verði í haust. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar sagðist í samtali við Vísi ekki botna í því hvernig stjórnskipun landsins er túlkuð, ef vantraust á ríkisstjórn er fellt en samt sé kosningum flýtt. „Þetta er meðal annars ástæða þess að ég tók endanlega ákvörðun um að hætta. Þetta rugl sem er orðið í þinginu,“ segir Vigdís.Áhyggjur af framtíðinni og verkefnum ríkisstjórnar Silja Dögg Gunnarsdóttir segist hafa áhyggjur af því að loforð um kosningar í haust hafi verið of mikil fljótfærni. Hún telur jafnframt efast um að hægt sé að afgreiða fjárlög með góðu móti, sé stefnt á kosningar í haust. Þá telur hún nauðsynlegt að hugsa ákvörðunina til lengri tíma, þetta geti sýnt fordæmi fyrir hvernig sé tekið á ólgu í samfélaginu. „Viljum við þetta þegar eitthvað gerist? Viljum við alltaf fara í kosningar eða viljum við afgreiða málin öðruvísi?“ segir Silja Dögg í samtali við Vísi. Jafnframt segir Silja Dögg að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi verið mjög skýrir um að ætla að standa við kosningar. „Ég sé ekki að því verði breytt úr þessu, þó ég hefði viljað draga þær allavega fram yfir áramótin upp á fjárlögin.“ Líneik Anna Sævarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson eru bæði á sama máli um að nauðsynlegt sé að klára þau verkefni ríkisstjórnarinnar sem liggja fyrir áður en gengið er til kosninga. „Við erum ennþá sömu skoðunar að það þurfi að klára þau mál ef að það á að kjósa í haust.“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi og bætti jafnframt við að ef vilji er til sé hægt að afgreiða þau mál sem brýnust eru. Aðspurð segir Líneik Anna að þau mál sem brýnast sé að klára séu umgjörð húsnæðis- og fjármálamarkaðar í landinu, sem og velferðarmál.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30
Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51