Frumsýning: Ber skylda að gera aðeins snilld Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. júlí 2016 13:06 Saga og Snorri. Vísir/Sigurður Unnarsson Hann hefur nú aldrei verið þekktur fyrir að vera annað en fremur hófstilltur en á nýrri breiðskífu Snorra Helgasonar er eins og svífi jafnvel stærri skammtur af æðruleysi en áður. Platan sem er sú fyrsta sem hann syngur í heild á íslensku, kom út stafrænt og á geisladisk um miðjan mánuðinn en sér í dag útgáfu á vínýl. Að því tilefni gaf Snorri út nýtt myndband í dag eftir Sigurð Unnar Birgisson leikstjóra við titillag plötunnar Vittu til. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en í því fylgjumst við með Snorra í vinnunni. Hvort sem það er í bíl á leiðinni til Egilsstaða, að klæða sig upp á hótelherberginu áður en hann rýkur út á næstu tónleika eða bara í stund á milli stríða að fá sér einn svellkaldan... ís í Perlunni. „Hann kom með okkur þegar við vorum að spila á Drangsnesi. Þetta er smá ferðavídjó,“ segir Snorri. „Ég man að ég samdi þetta lag þegar við vorum á Aldrei fór ég suður tónlistarhátíðinni. Valgeir Guðjónsson var að spila um kvöldið og ég og Saga sátum og vorum að hlusta á plöturnar sem hann gaf út í kringum árið 1977. Það er Sturla með Spilverkinu, Á bleikum náttkjólum sem þeir gerðu svo með Megasi og svo barnaplötuna Hrekkjusvín. Sú heilaga þrenning.“Ástaróður til frelsisins og ástarinnar Snorri hefur greinilega miklar mætur á þessum plötum því í kjölfarið öðlaðist hann einhvers konar lífssýn sem hann svo tileinkaði sér og samdi texta lagsins Vittu til um. „Ég fékk þá hugmynd að mér ber skylda til þess að gera bara snilld. Af því að ég kemst upp með það. Það er svo margir sem hafa ekki eins frjálsar hendur og ég. Ég á ekki neitt, ekki einu sinni bíl, og er bara að gera það sem ég elska. Einhvern veginn hefur mér tekist að komast upp með það í tíu ár. Þess vegna finnst mér það vera skylda mín að gera bara eitthvað skemmtilegt og gefa af mér í leiðinni.“ Snorri segir lagið því vera einskonar ástaróð til frelsisins og ástarinnar sjálfrar en hann og leikkonan Saga Garðarsdóttir hafa verið par um skeið. Hún sést til dæmis á afar sætu augnabliki í myndbandinu. Hljómsveitin Snorri Helgason kemur næst fram á Innipúkanum um Verslunarmannahelgina. Aldrei fór ég suður Tónlist Tengdar fréttir Athyglin er á grasrótinni á Innipúkanum Útilega er ekki pakki sem hentar öllum og þess vegna eru það sífellt fleiri sem kjósa að njóta dagskrárinnar um Verslunarmannahelgina innandyra þar sem pollabuxur og lopapeysa er valfrjáls útbúnaður og Innipúkinn fer ört stækkandi. 8. júní 2016 09:45 Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu. 8. júní 2016 10:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hann hefur nú aldrei verið þekktur fyrir að vera annað en fremur hófstilltur en á nýrri breiðskífu Snorra Helgasonar er eins og svífi jafnvel stærri skammtur af æðruleysi en áður. Platan sem er sú fyrsta sem hann syngur í heild á íslensku, kom út stafrænt og á geisladisk um miðjan mánuðinn en sér í dag útgáfu á vínýl. Að því tilefni gaf Snorri út nýtt myndband í dag eftir Sigurð Unnar Birgisson leikstjóra við titillag plötunnar Vittu til. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en í því fylgjumst við með Snorra í vinnunni. Hvort sem það er í bíl á leiðinni til Egilsstaða, að klæða sig upp á hótelherberginu áður en hann rýkur út á næstu tónleika eða bara í stund á milli stríða að fá sér einn svellkaldan... ís í Perlunni. „Hann kom með okkur þegar við vorum að spila á Drangsnesi. Þetta er smá ferðavídjó,“ segir Snorri. „Ég man að ég samdi þetta lag þegar við vorum á Aldrei fór ég suður tónlistarhátíðinni. Valgeir Guðjónsson var að spila um kvöldið og ég og Saga sátum og vorum að hlusta á plöturnar sem hann gaf út í kringum árið 1977. Það er Sturla með Spilverkinu, Á bleikum náttkjólum sem þeir gerðu svo með Megasi og svo barnaplötuna Hrekkjusvín. Sú heilaga þrenning.“Ástaróður til frelsisins og ástarinnar Snorri hefur greinilega miklar mætur á þessum plötum því í kjölfarið öðlaðist hann einhvers konar lífssýn sem hann svo tileinkaði sér og samdi texta lagsins Vittu til um. „Ég fékk þá hugmynd að mér ber skylda til þess að gera bara snilld. Af því að ég kemst upp með það. Það er svo margir sem hafa ekki eins frjálsar hendur og ég. Ég á ekki neitt, ekki einu sinni bíl, og er bara að gera það sem ég elska. Einhvern veginn hefur mér tekist að komast upp með það í tíu ár. Þess vegna finnst mér það vera skylda mín að gera bara eitthvað skemmtilegt og gefa af mér í leiðinni.“ Snorri segir lagið því vera einskonar ástaróð til frelsisins og ástarinnar sjálfrar en hann og leikkonan Saga Garðarsdóttir hafa verið par um skeið. Hún sést til dæmis á afar sætu augnabliki í myndbandinu. Hljómsveitin Snorri Helgason kemur næst fram á Innipúkanum um Verslunarmannahelgina.
Aldrei fór ég suður Tónlist Tengdar fréttir Athyglin er á grasrótinni á Innipúkanum Útilega er ekki pakki sem hentar öllum og þess vegna eru það sífellt fleiri sem kjósa að njóta dagskrárinnar um Verslunarmannahelgina innandyra þar sem pollabuxur og lopapeysa er valfrjáls útbúnaður og Innipúkinn fer ört stækkandi. 8. júní 2016 09:45 Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu. 8. júní 2016 10:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Athyglin er á grasrótinni á Innipúkanum Útilega er ekki pakki sem hentar öllum og þess vegna eru það sífellt fleiri sem kjósa að njóta dagskrárinnar um Verslunarmannahelgina innandyra þar sem pollabuxur og lopapeysa er valfrjáls útbúnaður og Innipúkinn fer ört stækkandi. 8. júní 2016 09:45
Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu. 8. júní 2016 10:30