Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segir að kosið verði í haust að því gefnu að málefni ríkisstjórnar verði sett í öndvegi og þau kláruð.
Forsætisráðherra segist jafnframt vera bjartsýnn um að þingið gangi vel og að samhugur sé innan stjórnarflokka um að ljúka málin svo hægt sé að boða til kosninga. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Ráðherra segir að þau mál sem stjórnarflokkarnir vilji leggja áherslu á séu meðal annars afnám hafta á einstaklinga og fyrirtæki, húsnæðismál og samspil séreignasparnaðar og verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þar að auki liggi fyrir þrjár tillögur að breytingum á stjórnarskrá.
„Að því gefnu að málefnin séu sett í öndvegi, þau kláruð, þá verða kosningar í haust. Ég held að það sé góður samhljómur milli allra, þar á meðal formanns Framsóknarflokksins og mín,“ segir Sigurður Ingi.
