Fótbolti

Rosenborg fer með naumt forskot í seinni leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmar lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosenborg.
Hólmar lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosenborg. vísir/getty
Íslendingaliðið Rosenborg vann 2-1 sigur á APOEL frá Kýpur í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Rosenborg sem var 2-0 yfir í hálfleik. Christian Gytkjaer kom norsku meisturunum yfir á 23. mínútu og Jørgen Skjelvik tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

George Efrem minnkaði muninn í 2-1 á 67. mínútu og gaf Kýpverjunum von fyrir seinni leikinn eftir viku.

Matthías Vilhjálmsson, sem skoraði tvö mörk í síðasta deildarleik Rosenborg, kom inn á sem varamaður á 79. mínútu en Guðmundur Þórarinsson sat allan tímann á varamannabekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×