Besti golfari heims lítill í sér fyrir titilvörnina á PGA-meistaramótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 13:00 Jason Day. Vísir/Getty Síðasta risamót ársins í golfinu, PGA-meistaramótið, hefst í dag en að þessu sinni verður það haldið hjá Baltusrol-klúbbnum í Springfield í New Jersey fylki. Jason Day er efsti maðurinn á heimslistanum og hann vann sinn fyrsta risatitil á PGA-meistaramótinu í fyrra. Day náði aðeins einum æfingahring á mótinu en hann eyddi allri aðfaranótt miðvikudagsins á sjúkrahúsi eftir að eiginkona hans fékk mikil ofnæmisviðbrögð. Jason Day gæti misst efsta sætið á heimslistanum en hann endar neðar en 28. sæti og að Dustin Johnson sé á sama tíma meðal tveggja efstu. Jason Day er búinn að sitja í efsta sæti listans síðan í mars. „Ég er hálfslappur. Ég verð að reyna að stýra þolinmæðinni því ég hef litla sem enga þolinmæði núna. Af einhverjum ástæðum missi ég alltaf þolinmæðina þegar ég er veikur. Ég hef þá hreinlega enga þolinmæði," sagði Jason Day við blaðamenn á Baltusrol í gær. BBC segir frá. Jason Day hefur bæði glímt við meiðsli og veikindi á tímabilinu. Hann varð í 10. sæti á Mastersmótinu, í 9. sæti á opna bandaríska mótinu og í 22. sæti á opna breska. „Það er bara virkilega erfitt að vinna golfmót. Það er eins og allir halda að ef þú ert í forystu eða sigurstranglegur þá sértu í lægð ef þú vinnur ekki mótið. Það er bara ekki svoleiðis," sagði Day. PGA-meistaramótið verður sýnt á Golfstöðinni og útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 17.00 í kvöld. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Síðasta risamót ársins í golfinu, PGA-meistaramótið, hefst í dag en að þessu sinni verður það haldið hjá Baltusrol-klúbbnum í Springfield í New Jersey fylki. Jason Day er efsti maðurinn á heimslistanum og hann vann sinn fyrsta risatitil á PGA-meistaramótinu í fyrra. Day náði aðeins einum æfingahring á mótinu en hann eyddi allri aðfaranótt miðvikudagsins á sjúkrahúsi eftir að eiginkona hans fékk mikil ofnæmisviðbrögð. Jason Day gæti misst efsta sætið á heimslistanum en hann endar neðar en 28. sæti og að Dustin Johnson sé á sama tíma meðal tveggja efstu. Jason Day er búinn að sitja í efsta sæti listans síðan í mars. „Ég er hálfslappur. Ég verð að reyna að stýra þolinmæðinni því ég hef litla sem enga þolinmæði núna. Af einhverjum ástæðum missi ég alltaf þolinmæðina þegar ég er veikur. Ég hef þá hreinlega enga þolinmæði," sagði Jason Day við blaðamenn á Baltusrol í gær. BBC segir frá. Jason Day hefur bæði glímt við meiðsli og veikindi á tímabilinu. Hann varð í 10. sæti á Mastersmótinu, í 9. sæti á opna bandaríska mótinu og í 22. sæti á opna breska. „Það er bara virkilega erfitt að vinna golfmót. Það er eins og allir halda að ef þú ert í forystu eða sigurstranglegur þá sértu í lægð ef þú vinnur ekki mótið. Það er bara ekki svoleiðis," sagði Day. PGA-meistaramótið verður sýnt á Golfstöðinni og útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 17.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira