Bandaríkjamaðurinn Jimmy Walker er með forystu eftir fyrsta hringinn á PGA-meistaramótinu í golfi.
Walker lék hringinn á 65 höggum, eða fimm höggum undir pari.
Argentínumaðurinn Emiliano Grillo, Englendingurinn Ross Fisher og Þjóðverjinn Martin Kaymer eru jafnir í 2. sæti en þeir léku allir á fjórum höggum undir pari.
Ástralinn Jason Day, efsti maður heimslistans og sigurvegarinn á PGA-meistaramótinu í fyrra, er í 9. sæti á tveimur höggum undir pari.
Svíin Henrik Stenson, sem vann Opna breska meistaramótið á dögunum, er í 5. sæti á þremur höggum undir pari.

