Gríðarleg öryggisgæsla fyrir úrslitaleik EM Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2016 15:45 Mótið hefur að mestu farið vel fram. Vísir/Getty Franska lögreglan hefur stóraukið viðbúnað sinn í París en þar fer úrslitaleikur Evrópumótsins fram í kvöld. Rúmlega 5000 lögreglumenn gæta öryggis á helstu samkomustöðum stuðningsmanna í borginni. Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi hefur verið haldið í skugga hryðjuverkaógnar í kjölfar þeirra árása sem gerðar voru í París í nóvember þar sem 130 létu lífið. Öryggisgæsla á mótinu hefur því verið mikil og nær hámarki í dag þegar Frakkar leika til úrslita gegn Portúgölum á Stade de France vellinum í París. Lögreglan og herinn hafa gætt öryggis almennings á mótinu en rúmlega 5000 lögreglumenn verða á vaktinni í frönsku höfuðborginni í dag. 3400 lögregluþjónar verða í kringum leikvanginn sjálfan og 1900 við stuðningsmannasvæðið sem staðsett er við Eiffel turninn. Öryggisgæslan á mótinu hefur verið mikil en talið er að í kringum 90000 manns hafa komið að gæslu á leikvöngum, stuðnginsmannasvæðum og á götum úti meðan á mótinu hefur staðið. Vinni Frakkar evrópumeistaratitilinn í kvöld verður engin sigurhátíð haldin í borginni líkt og gert var þegar Frakkar urðu heimsmeistarar fyrir átján árum vegna öryggissjónarmiða. Þá voru milljón manna sem fögnuðu franska liðinu á götum úti en í ljósi atburða síðasta árs treysta yfirvöld sér ekki til að gæta öryggis svo margra í borginni. Frökkum hefur tekist vel til með öryggisgæslu á mótinu ef frá eru talin atvik sem urðu milli stuðningsmanna Englendinga og Rússa í Marseille í upphafi mótsins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Franska lögreglan hefur stóraukið viðbúnað sinn í París en þar fer úrslitaleikur Evrópumótsins fram í kvöld. Rúmlega 5000 lögreglumenn gæta öryggis á helstu samkomustöðum stuðningsmanna í borginni. Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi hefur verið haldið í skugga hryðjuverkaógnar í kjölfar þeirra árása sem gerðar voru í París í nóvember þar sem 130 létu lífið. Öryggisgæsla á mótinu hefur því verið mikil og nær hámarki í dag þegar Frakkar leika til úrslita gegn Portúgölum á Stade de France vellinum í París. Lögreglan og herinn hafa gætt öryggis almennings á mótinu en rúmlega 5000 lögreglumenn verða á vaktinni í frönsku höfuðborginni í dag. 3400 lögregluþjónar verða í kringum leikvanginn sjálfan og 1900 við stuðningsmannasvæðið sem staðsett er við Eiffel turninn. Öryggisgæslan á mótinu hefur verið mikil en talið er að í kringum 90000 manns hafa komið að gæslu á leikvöngum, stuðnginsmannasvæðum og á götum úti meðan á mótinu hefur staðið. Vinni Frakkar evrópumeistaratitilinn í kvöld verður engin sigurhátíð haldin í borginni líkt og gert var þegar Frakkar urðu heimsmeistarar fyrir átján árum vegna öryggissjónarmiða. Þá voru milljón manna sem fögnuðu franska liðinu á götum úti en í ljósi atburða síðasta árs treysta yfirvöld sér ekki til að gæta öryggis svo margra í borginni. Frökkum hefur tekist vel til með öryggisgæslu á mótinu ef frá eru talin atvik sem urðu milli stuðningsmanna Englendinga og Rússa í Marseille í upphafi mótsins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira